Unnur Jóna Sigurjónsdóttir (Laugalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Unnur Jóna Sigurjónsdóttir, frá Laugalandi, verslunarmaður, húsfreyja fæddist 9. október 1951.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Vídalín Guðmundsson frá Moldnúpi u. Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður, verkstjóri, f. þar 27. september 1911, d. 20. janúar 1999, og kona hans Guðlaug Sigurgeirsdóttir frá Hlíð u. Eyjafjöllum, húsfreyja, verkakona, f. 1. mars 1918, d. 3. september 2010 á Sjúkrahúsinu.

Börn Guðlaugar og Sigurjóns:
1. Þóra Sigurjónsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona, starfsmaður leikskóla eftir að hún fluttist til Reykjavíkur, f. 26. apríl 1939 á Seljalandi, d. 8. október 2022.
2. Sigurgeir Línberg Sigurjónsson kaupmaður, verkstjóri, f. 15. mars 1941 á Höfðabrekku, d. 28. september 1993.
3. Guðmundur Sigurjónsson vélstjóri, síðar verkstjóri hjá sveitarfélginu Árborg í Árnessýslu, f. 27. september 1946 á Laugalandi.
4. Unnur Jóna Sigurjónsdóttir húsfreyja í Eyjum, afgreiðslukona í Apótekinu f. 9. október 1951 á Laugalandi.
5. Sigurlína Sigurjónsdóttir húsfreyja, skólaritari, f. 15. maí 1959 á Laugalandi.

Unnur var afgreiðslumaður í Apótekinu.
Þau Bennó Georg giftu sig 1974, eignuðust eitt barn. Þau búa við Hásteinsveg 34.

I. Maður Unnar Jónu, (27. júlí 1974), er Benno Jiri Juza Georg Ægisson, myndlistarmaður, f. 7. maí 1945 í Prag í Tékklandi. Móðir hans Jamila Vera Friðriksdóttir, sjúkraliði, f. Lukesova 8. nóvember 1926, d. 20. mars 1991, og faðir hans Benno Juxa, listmálari, f. 4. apríl 1923. Fósturfaðir Ægir Ólafsson forstjóri á Siglufirði, síðar í Rvk.
Barn þeirra:
1. Súsanna Georgsdóttir, danskennari, f. 4. mars 1974. Maður hennar Magnús Jónsson, sjómaður, f. 12. maí 1971 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.