Guðlaug Sigurgeirsdóttir (Laugalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðlaug Sigurgeirsdóttir.

Guðlaug Sigurgeirsdóttir húsfreyja, fiskverkakona á Laugalandi fæddist 1. mars 1918 í Hlíð undir Eyjafjöllum og lést 3. september 2010 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Sigurgeir Sigurðsson bóndi, f. 23. mars 1882, d. 12. ágúst 1934, og kona hans Sigurlína Jónsdóttir húsfreyja, f. 8. maí 1889, d. 14. ágúst 1968.

Guðlaug var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Sigurjón giftu sig 1938 og fluttust til Eyja á árinu, bjuggu í fyrstu á Seljalandi, en festu kaup á Laugalandi 1945. Þar bjuggu þau síðan í Eyjum, eignuðust fimm börn. Hjá þeim var Þóranna Eyjólfsdóttir móðir Sigurjóns.
Guðlaug stundaði fiskverkakvennastörf, þegar heimilisstörf leyfðu.
Sigurjón maður hennar lést 1999 og hún 2010.

I. Maður Guðlaugar, (6. nóvember 1938), var Sigurjón Vídalín Guðmundsson sjómaður, verkamaður, verkstjóri, f. 27. september 1911, d. 20. janúar 1999.
Börn þeirra:
1. Þóra Sigurjónsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona, starfsmaður leikskóla eftir að hún fluttist til Reykjavíkur, f. 26. apríl 1939 á Seljalandi. Maður hennar Birgir Eyþórsson.
2. Sigurgeir Línberg Sigurjónsson kaupmaður, verkstjóri, f. 15. mars 1941 á Höfðabrekku, d. 28. september 1993. Kona hans Margrét Halla Bergsteinsdóttir.
3. Guðmundur Sigurjónsson vélstjóri, síðar verkstjóri hjá sveitarfélginu Árborg í Árnessýslu, f. 27. september 1946 á Laugalandi. Kona hans Svanhildur Guðlaugsdóttir.
4. Unnur Jóna Sigurjónsdóttir húsfreyja í Eyjum, afgreiðslukona í Apótekinu f. 9. október 1951 á Laugalandi. Maður hennar Benno Jiri Juza.
5. Sigurlína Sigurjónsdóttir húsfreyja, skólaritari, f. 15. maí 1959 á Laugalandi. Maður hennar Magnús Sigurnýjas Magnússon.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.