Sigurgeir Sigurjónsson (Laugalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurgeir Línberg Sigurjónsson frá Laugalandi, framkvæmdastjóri, kaupmaður, vigtarmaður, verkstjóri fæddist 15. mars 1941 á Höfðabrekku og lést 28. september 1993.
Foreldrar hans voru Sigurjón Vídalín Guðmundsson frá Moldnúpi u. Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður, verkstjóri, f. þar 27. september 1911, d. 20. janúar 1999, og kona hans Guðlaug Sigurgeirsdóttir frá Hlíð u. Eyjafjöllum, húsfreyja, verkakona, f. 1. mars 1918, d. 3. september 2010 á Sjúkrahúsinu.

Börn Guðlaugar og Sigurjóns:
1. Þóra Sigurjónsdóttir húsfreyja, fiskvinnslukona, starfsmaður leikskóla eftir að hún fluttist til Reykjavíkur, f. 26. apríl 1939 á Seljalandi, d. 8. október 2022.
2. Sigurgeir Línberg Sigurjónsson kaupmaður, verkstjóri, f. 15. mars 1941 á Höfðabrekku, d. 28. september 1993.
3. Guðmundur Sigurjónsson vélstjóri, síðar verkstjóri hjá sveitarfélginu Árborg í Árnessýslu, f. 27. september 1946 á Laugalandi.
4. Unnur Jóna Sigurjónsdóttir húsfreyja í Eyjum, afgreiðslukona í Apótekinu f. 9. október 1951 á Laugalandi.
5. Sigurlína Sigurjónsdóttir húsfreyja, skólaritari, f. 15. maí 1959 á Laugalandi.

Sigurgeir var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð fjórða bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1958.
Að loknu skólanámi hóf hann afgreiðslustörf hjá Hallberg Halldórssyni, er rak verslunina Borg við Hólagötu og Hásteinsveg. Þá varð hann framkvæmdastjóri Skipaafgreiðslu Hafnarsjóðs og var við það starf til 1974, en þá stofnaði hann raftækjaverslunina Stafnes, er var til húsa í Bifröst við Bárustíg sem föðurbróðir hans, Björn Guðmundsson, átti.
Þegar Sigurgeir hætti verslunarrekstri sínum um miðjan níunda áratuginn, réðst hann til Fiskiðjunnar og var þar lengst vigtarmaður og verkstjóri.
Þau Halla giftu sig 1964, eignuðust eitt barn.
Þau bjuggu á Hrauntúni 22 1972 og meðan báðum entist líf.
Sigurgeir lést 1993. Halla bjó síðast á Eyjahrauni 10. Hún lést 2012.

I. Kona Sigurgeirs, (14. nóvember 1964), var Margrét Halla Bergsteinsdóttir frá Múla, húsfreyja, f. 9. október 1941, d. 22. september 2012.
Barn þeirra:
1. Svea Soffía Sigurgeirsdóttir húsfreyja, hárgreiðslumeistari í Reykjavík, f. 10. september 1963. Barnsfaðir hennar Þorsteinn Jóhannes Úlfarsson. Maður hennar Óskar Ólafsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 9. október 1993. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.