Aðalbjörg Þorsteinsdóttir (Vattarnesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. febrúar 2022 kl. 11:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. febrúar 2022 kl. 11:55 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Aðalbjörg Þorsteinsdóttir (Vattarnesi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Elín Aðalbjörg Þorsteinsdóttir frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, húsfreyja í Eyjum fæddist 9. september 1902 og lést 16. ágúst 1974.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Hálfdánarson bóndi, útgerðarmaður, f. 3. desember 1877, d. 29. júlí 1946, og kona hans Sigurbjörg Indriðadóttir húsfreyja, f. 11. júní 1876, d. 19. febrúar 1951.

Börn Sigurbjargar og Þorsteins:
1. Jóhanna Hálfdanía Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1900 á Vattarnesi, d. 12. september 1963.
2. Elín Aðalbjörg Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1902 á Vattarnesi, d. 16. ágúst 1974.
3. Hálfdán Þorsteinsson sjómaður, bóndi á Vattarnesi, verkamaður, f. 27. september 1904 á Vattarnesi. d. 22. júlí 1981.
4. Kristinn Indriði Þorsteinsson útvegsbóndi á Vattarnesi, f. þar 28. október 1907, d. 13. febrúar 1979.
5. Þorkell Þorsteinsson, f. 8. mars 1912 á Vattarnesi, d. 20. júní 1926 á Akureyri.
6. Steingrímur Þorsteinsson, f. 29. júní 1916 á Vattarnesi, d. 15. febrúar 1931 í Eyjum.
Fóstursonur hjónanna
7. Þorsteinn Stefánsson, f. 31. maí 1919 í Skálavík í Fáskrúðsfirði, d. 19. maí 2005.

Aðalbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var í Eyjum 1923, en til heimilis á Vattarnesi 1922 og 1923. Þau Kristmundur giftu sig 1923 í Eyjum, fóru til Vattarness og voru þar í húsmennsku, fluttu til Eyja 1930, bjuggu á Vestari-Vesturhúsum við manntal 1930, á Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3 1934 og Fífilgötu 2 1940 og 1945. Þau fluttu til Reykjavíkur um 1946 og bjuggu þar í Nökkvavogi 21 hjá Gunnþóru dóttur sinni.
Kristmundur lést 1971 og Aðalbjörg 1974.

I. Maður Aðalbjargar, (17. maí 1923 í Eyjum), var Kristmundur Jóhannsson frá Skíðbakkahjáleigu í A-Landeyjum, sjómaður, bifreiðastjóri, verkamaður, f. 19. október 1899, d. 26. febrúar 1971.
Börn þeirra:
1. Guðný Jóhanna Kristmundsdóttir Valberg húsfreyja í Reykjavík, f. 6. september 1926 á Vattarnesi, d. 28. júlí 2008.
2. Gunnþóra Sigurbjörg Kristmundsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1922 á Vattarnesi, d. 10. júní 2016.
3. Þorkell Kristmundsson, f. 6. nóvember 1928 á Vattarnesi, d. 28. mars 1935.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.