Gunnþóra Kristmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Gunnþóra Sigurbjörg Kristmundsdóttir.

Gunnþóra Sigurbjörg Kristmundsdóttir húsfreyja fæddist 10. júní 1922 á Vattarnesi við Reyðarfjörð, S.-Múl. og lést 10. júní 2016 á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ.
Foreldrar hennar voru Kristmundur Jóhannes Jóhannsson frá Sjónarhóli á Stokkseyri, sjómaður, verkamaður, f. 19. október 1899 í Skíðbakkahjáleigu í A-Landeyjum, síðast í Sæviðarsundi 21 í Reykjavík, d. 26. febrúar 1971, og kona hans Elín Aðalbjörg Þorsteinsdóttir frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, húsfreyja, f. 9. september 1902, síðast í Sæviðarsundi 21, d. 16. ágúst 1974.

Börn Aðalbjargar og Kristmundar:
1. Guðný Jóhanna Kristmundsdóttir Valberg húsfreyja í Reykjavík, f. 6. september 1926 á Vattarnesi, d. 28. júlí 2008.
2. Gunnþóra Sigurbjörg Kristmundsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1922 á Vattarnesi, d. 10. júní 2016.
3. Þorkell Kristmundsson, f. 6. nóvember 1928 á Vattarnesi, d. 28. mars 1935.

Gunnþóra var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim frá Vattarnesi til Eyja 1930 og bjó með þeim á Vestari-Vesturhúsum í lok árs 1930, á Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3 1934 og á Fífilgötu 2 1940.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1939, nam í Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði 1941-1942.
Gunnþóra var um skeið ritari í Vogaskóla.
Hún var ritari kvenfélags Langholtssafnaðar í mörg ár og formaður þess í tvö ár. Gunnþóra var heiðursfélagi kvenfélagsins.
Þau Helgi giftu sig 1942, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Heimagötu 15, fluttu til Akraness 1944, til Reykjavíkur 1946 og bjuggu þar síðan, í Nökkvavogi 21 frá 1948-1973 og þar bjuggu einnig foreldrar hennar. Þau fluttu í Akurgerði 64 og þaðan í íbúð eldri borgara á Sléttuvegi 11.
Helgi lést 2000. Gunnþóra bjó síðast á á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ.
Hún lést 2016.

I. Maður Gunnþóru, (4. júlí 1942), var Helgi Þorláksson kennari, organisti, söngstjóri, skólastjóri, f. 31. október 1915 að Múlakoti á Síðu, V-Skaft., d. 18. október 2000.
Börn þeirra:
1. Þorkell Helgason prófessor, orkumálastjóri, f. 2. nóvember 1942 á Heimagötu 15. Kona hans Helga Ingólfsdóttir, látin. Sambúðarkona hans Henrietta Griebel.
2. Þorsteinn Helgason sagnfræðingur, f. 16. apríl 1946. Kona hans Guðlaug Magnúsdóttir, látin.
3. Þorlákur Helgi Helgason fræðslustjóri, f. 24. september 1948. Fyrrum kona hans Margrét Hermanns-Auðardóttir. Kona hans Kristjana Sigmundsdóttir.
4. Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari, f. 9. apríl 1950. Kona hans Þóra Kristinsdóttir.
5. Þorgeir Sigurbjörn Helgason jarðfræðingur, f. 13. október 1953. Kona hans Laufey Tryggvadóttir.
6. Þóra Elín Helgadóttir skólaritari, f. 22. febrúar 1962. Maður hennar Einar Bragi Indriðason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.