Sveinn Jónasson (Eyvindarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. maí 2020 kl. 21:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. maí 2020 kl. 21:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sveinn Jónasson (Eyvindarholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sveinn Jónasson verkamaður, síðar bóndi í Efri-Rotum u. Eyjafjöllum fæddist 10. júlí 1902 í Miðmörk u. V-Eyjafjöllum og lést 26. desember 1981.
Foreldrar hans voru Jónas Sveinsson, þá vinnumaður í Miðmörk, síðar bóndi á Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, f. 4. nóvember 1875 á Rauðafelli þar, d. 29. nóvember 1946, og kona hans Guðfinna Árnadóttir húsfreyja, f. 12. september 1874 í Miðmörk, d. 23. nóvember 1872.

Sveinn var með foreldrum sínum í Efri-Kvíhólma til fullorðinsára, fluttist með Ragnhildi til Eyja 1928.
Hann var verkamaður í Eyjum.
Þau Ragnhildur bjuggu á Vestmannabraut 53, Laugalandi, síðan í Eyvindarholti, eignuðust sjö börn, fluttust að Efri-Rotum 1946 og bjuggu þar þá með sex börn sín, en Guðfinna, elsta barn þeirra var fóstruð hjá föðurforeldrum í Efri-Kvíhólma frá upphafi sínu og síðar hjá ekkjunni ömmu sinni þar, en síðar á Eyrarbakka.
Ragnhildur lést 1972 og Sveinn 1981.

I. Kona Sveins var Ragnhildur Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1904 í Reykjavík, síðast í Traðarhúsum á Eyrarbakka, d. 8. maí 1972.
Börn þeirra:
1. Guðfinna Sveinsdóttir alin upp hjá föðurforeldrum í Efri-Kvíhólma, húsfreyja í Indriðakoti u. Eyjafjöllum, Ormskoti þar og síðar á Eyrarbakka, f. 15. júní 1928 u. Eyjafjöllum. Maður hennar Sigurður Eiríksson, látinn.
2. Sigurður Sveinsson sjómaður, farmaður, bóndi, síðast í Hafnarfirði, f. 15. júlí 1929 á Laugalandi, d. 12. desember 2003.
3. Jóhann Bergur Sveinsson lögreglumaður, heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja, f. 15. september 1930 í Eyvindarholti, d. 24. ágúst 2004.
4. Nína Sveinsdóttir húsfreyja í Sandgerði, f. 21. mars 1933 í Eyvindarholti, d. 30. júní 1990.
5. Jónas Sveinsson sjómaður, bifreiðastjóri, f. 23. september 1937 í Eyvindarholti, d. 13. ágúst 2000.
6. Sveinn Víkingur Sveinsson lögreglumaður, ökukennari í Keflavík, f. 11. apríl 1941 í Eyvindarholti.
7. Hrafnhildur Sveinsdóttir húsfreyja, síðast í Kópavogi, f. 22. mars 1943 í Eyvindarholti, d. 1. febrúar 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.