Ágústa Sveinsdóttir (Kalmanstjörn)
Karólína Ágústa Sveinsdóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja fæddist 19. nóvember 1919 í Garðhúsi þar og lést 26. júní 1984.
Foreldrar hennar voru Sveinn Ottó Sigurðsson sjómaður, ættaður úr Árnessýslu f. 18. október 1891, drukknaði 31. júlí 1925, og sambýliskona hans Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1889 í Eyjum, d. 22. nóvember 1948.
Börn Þórunnar og Sveins Ottós:
1. Sigurður Sveinsson, f. 25. janúar 1914, d. 27. nóvember 1914.
2. Sveinlaug Halldóra Sveinsdóttir húsfreyja, síðast í Sandgerði, f. 8. mars 1918, d. 29. janúar 1992.
3. Karólína Ágústa Sveinsdóttir húsfreyja á Kalmanstjörn og víðar, f. 19. nóvember 1919, d. 26. júní 1984.
4. Sveinbarn, f. 12. október 1921, d. 16. október 1921.
Börn Þórunnar og Guðmundar Guðmundssonar:
5. Ólafur Guðmundsson Vestmann sjómaður, f. 25. desember 1906 á Strönd, d. 15. apríl 1970.
6. Ottó Guðmundsson Vestmann sjómaður á Fáskrúðsfirði, f. 10. október 1908 í London, d. 16. júní 1991.
Faðir Ágústu drukknaði, er hún var á sjötta árinu.
Þórunn móðir hennar fluttist til Eyja með dætur sínar 1927. Þær bjuggu í Byggðarholti 1927, á Kalmanstjörn 1930. Ágústa var með bústýrunni móður sinni í Sigtúni 1934.
Þau Halldór eignuðust Svein í Nýhöfn, Skólavegi 23 1938, bjuggu í Skálholti, Landagötu 22 við giftingu og við fæðingu Gunnars 1940. Þau bjuggu á Kalmanstjörn, Vestmannabraut 3 1945 og enn 1949, í Byggðarholti, Kirkjuvegi 9b 1972 og síðan á Heiðarvegi 49.
Halldór lést 1976 og Karólína Ágústa 1984.
I. Maður Karólínu Ágústu, (18. ágúst 1940), var Halldór Jónsson frá Garðstöðum, vélstjóri, verkamaður, f. 28. september 1908 á Löndum, d. 4. júlí 1976.
Börn þeirra:
1. Sveinn Gunnþór Halldórsson, f. 2. maí 1938 á Skólavegi 23, vélstjóri, útgerðarmaður, hafnarvörður, kvæntur Þóru Birgit Bernódusdóttur.
2. Gunnar Halldórsson, f. 9. janúar 1940 í Skálholti, vélstjóri, kvæntur Jóhönnu Andersen.
3. Þórunn Dóra Halldórsdóttir, húsfreyja, f. 22. júlí 1948, gift Halldóri R. Martinez.
4. Grétar Halldórsson tvíburi, f. 8. desember 1952 á Kalmanstjörn, sjómaður, vélstjóri, d. 19. september 1987. Kona hans er Guðný Bóel Guðbjartsdóttir.
5. Andvana tvíburi, f. 8. desember 1952 á Kalmanstjörn.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.