Unnur Eyjólfsdóttir (Steinum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. október 2018 kl. 14:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. október 2018 kl. 14:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Unnur Eyjólfsdóttir (Steinum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Unnur Guðlaug Eyjólfsdóttir frá Steinum, húsfreyja fæddist þar 4. janúar 1913 og lést 10. maí 2002.
Foreldrar hennar voru Jónína Guðrún Helgadóttir, síðar ráðskona í Steinum, f. 27. júní 1894, d. 17. maí 1983 og barnsfaðir hennar Eyjólfur Bjarni Ottesen síðar verslunarmaður í Dalbæ, f. 22. október 1891, d. 17. febrúar 1957.

Unnur var með móður sinni í æsku, með vinnukonunni móður sinni í Steinum 1920 og með henni og ekklinum Helga afa sínum þar 1924 og síðan uns hún fór að búa með Ármanni þar 1935.
Guðrún móðir hennar var síðan hjá Ármanni og Unni í Steinum.
Unnur og Ármann giftu sig 1935, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra nær fjögurra mánaða gamalt. Þau bjuggu í Steinum, Urðavegi 8, en þar var áður Elínarhús.
Við Gos fluttust þau í Mosfellsbæ og síðan að Hlégerði 17 í Kópavogi. Þau unnu um skeið á Reykjalundi.
Unnur lést í maí 2002 og Ármann í júlí á sama ári.

I. Maður Unnar, (21. desember 1935), var Ármann Óskar Guðmundsson frá Viðey, bifreiðastjóri, f. 28. maí 1913, d. 3. júlí 2002.
Börn þeirra:
1. Þórunn Helga Ármannsdóttir, f. 26. apríl 1937 í Steinum.
2. Guðmunda Pálína Ármannsdóttir, f. 22. desember 1940 í Steinum.
3. Jónína Guðrún Ármannsdóttir, f. 19. júní 1948 í Steinum.
4. Þorsteinn Óskar Ármannsson, f. 25. mars 1951, d. 16. júlí 1951.
5. Þorsteinn Óskar Ármannsson, f. 16. júlí 1954.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.