Jónína Guðrún Ármannsdóttir
Jónína Guðrún Ármannsdóttir frá Steinum, húsfreyja fæddist 19. júní 1948 og lést 30. janúar 2021.
Foreldrar hennar voru Ármann Óskar Guðmundsson frá Viðey, útgerðarmaður, bifreiðastjóri, f. 28. maí 1913, d. 3. júlí 2002, og kona hans Unnur Guðlaug Eyjólfsdóttir frá Steinum, húsfreyja, f. 4. janúar 1913, d. 10. maí 2002.
Börn Unnar og Ármanns:
1. Þórunn Helga Ármannsdóttir, f. 26. apríl 1937 í Steinum.
2. Guðmunda Pálína Ármannsdóttir, f. 22. desember 1940 í Steinum.
3. Jónína Guðrún Ármannsdóttir, f. 19. júní 1948 í Steinum, d. 30. janúar 2021.
4. Þorsteinn Óskar Ármannsson, f. 25. mars 1951, d. 16. júlí 1951.
5. Þorsteinn Óskar Ármannsson, f. 16. júlí 1954.
Jónína var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk húsmæðraskóla.
Jónína vann hjá Rafveitunni.
Þau Gunnar giftu sig 1970, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Steinum, byggðu hús og voru nýlega flutt í það, þegar gaus 1973. Það hvarf undir hraun.
Þau Guðmundur Gunnar skildu.
Þau Jón Kristján hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Akurholti 4 í Mosfellsbæ, en síðast á Miðvangi 41 í Hafnarfirði.
I. Maður Jónínu Guðrúnar, (17. janúar 1970, skildu), er Guðmundur Gunnar Guðmundsson, f. 17. febrúar 1948. Foreldrar hans voru Guðmundur Ársæll Guðmundsson frá Hellissandi, skipstjóri, f. 28. september 1921, d. 7. mars 2002, og kona hans Sigurlín Ágústsdóttir húsfreyja, f. 1. júlí 1923 í Hjallabúð á Snæfellsnesi, d. 29. september 2003.
Börn þeirra:
1. Ármann Óskar Guðmundsson, f. 12. september 1969. Kona hans Ragnheiður Sölvadóttir.
2. Guðmundur Ársæll Guðmundsson, f. 22. ágúst 1973. Kona hans Heiðrún Baldursdóttir.
3. Helena Guðmundsdóttir, f. 22. nóvember 1974. Maður hennar Ólafur Erlendsson.
II. Sambúðarmaður Jónínu Guðrúnar er Jón Kristján Brynjarsson, f. 21. ágúst 1952. Foreldrar hans voru Brynjar Axelsson bóndi í Glaumbæ í Reykjadal, S.-Þing., síðar verkstjóri, f. 6. maí 1931, d. 16. júní 2019, og sambúðarkona hans Guðný Kristjánsdóttir, f. 22. júlí 1932, d. 15. mars 2017.
Barn þeirra:
4. Andri Freyr Jónsson, f. 22. apríl 1987. Kona hans Lena Rut Ingvarsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 22. febrúar 2021. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.