Jón Auðunsson (Húsavík)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. október 2016 kl. 11:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. október 2016 kl. 11:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jón Auðunsson (Húsavík)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Jón Auðunsson.

Jón Auðunsson í Húsavík, skósmiður fæddist 12. ágúst 1891 í Gerðum í Stokkseyrarsókn og lést 15. mars 1975.
Foreldrar hans voru Auðunn Jónsson útvegsmaður, sjómaður, trésmiður í Húsavík, f. 20. mars 1865 á Strönd í V-Landeyjum, d. 30. mars 1935, og kona hans Guðrún Gísladóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1865, d. 9. janúar 1930.

Jón lærði skósmíðar hjá Benedikt Friðrikssyni í Vinaminni 1912-1915.
Hann tók minna vélstjóraprófið í Eyjum 1937.
Jón vann við skósmíðar sína starfsævi.

Kona hans var Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. nóvember 1888 í Nesi í Selvogshreppi í Árn., d. 19. júní 1980.
Börn þeirra:
1. Sigríður Jónsdóttir, f. 6. febrúar 1918 á Gjábakka, d. 30. ágúst 1958.
2. Borgþór Jónsson kennari, f. 11. desember 1919 í Húsavík, d. 4. júlí 1968.
3. Jóna Alda Jónsdóttir, f. 17. apríl 1923 í Húsavík, d. 5. janúar 2015.
4. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. mars 1925 í Húsavík.
5. Jón Vídalín Jónsson, f. 19. desember 1926 í Húsavík.
6. Ísleifur Jónsson, f. 25. apríl 1928 í Húsavík, d. 21. ágúst 2008.
7. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. september 1929 í Húsavík.
8. Sigurður Jónsson verkamaður, íþróttafrömuður, f. 22. desember 1930 í Húsavík, d. 24. maí 2014.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóratal 1911-1972. Óskar Ingimarsson. Reykjavík. Vélstjórafélag Íslands 1974.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.