Sigurður Jónsson (Húsavík)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurður Jónsson.

Sigurður Jónsson frá Húsavík, verkamaður, umsjónarmaður, íþróttafrömuður fæddist 22. september 1930 í Húsavík og lést 24. maí 2014.
Foreldrar hans voru Jón Auðunsson skósmiður, f. 12. ágúst 1891 í Gerðum á Stokkseyri, d. 15. mars 1975, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. nóvember 1888 á Nesi í Selvogi, d. 19. júní 1980.

Börn Sigríðar og Jóns:
1. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 6. febrúar 1918 á Gjábakka, d. 30. ágúst 1958.
2. Borgþór Jónsson kennari í Reykjavík og víðar, f. 11. desember 1919 í Húsavík, d. 4. júlí 1968.
3. Jóna Alda Jónsdóttir húsfreyja á Egilsstöðum og í Reykjavík, f. 17. apríl 1923 í Húsavík, d. 5. janúar 2015.
4. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. mars 1925 í Húsavík.
5. Jón Vídalín Jónsson húsgagnasmíðameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 19. desember 1926 í Húsavík.
6. Ísleifur Jónsson málarameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 25. apríl 1928 í Húsavík, d. 21. ágúst 2008.
7. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. september 1929 í Húsavík, síðast á Starengi 112 í Reykjavík, d. 8. desember 2016.
8. Sigurður Jónsson verkamaður, íþróttafrömuður í Eyjum, f. 22. desember 1930 í Húsavík, d. 24. maí 2014.

Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum, en dvaldi um tveggja ára skeið í Djúpadal á Rangárvöllum, var verkamaður og um skeið verkstjóri.
Hann hafði sérstakan áhuga á íþróttastarfsemi og vann árum saman við umsjón og hvatningu ungs fólks til íþróttaiðkana einkum frjálsra íþrótta.
Sigurður var umsjónarmaður íþróttavallanna áratugum saman.
Hann dvaldi að síðustu í Hraunbúðum og lést 2014.

Kona Sigurðar, (skildu), var Guðbrandína Sveinsína Kristinsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1938.
Barn þeirra:
1. Kristinn Sigurðsson, fæddur 22. september 1964.


Sigurður með strákunum.


Sigurður Jónsson með strákunum.

Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. júní 2008. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga knattspyrnufélagsins Týs. Birgir Þór Baldvinsson skráði. Útgefandi: Útgáfustjórn Knattspyrnufélagsins Týs: Rútur Snorrason, Gústaf Baldvinsson og Martin Eyjólfsson. Heimaslóð 2006.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.