Guðrún Jónsdóttir (Húsavík)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðrún Jónsdóttir.

Guðrún Jónsdóttir frá Húsavík, húsfreyja fæddist 19. mars 1925 og lést 5. september 2020 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Foreldrar hennar voru Jón Auðunsson skósmiður, f. 12. ágúst 1891 í Gerðum á Stokkseyri, d. 15. mars 1975, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. nóvember 1888 á Nesi í Selvogi, d. 19. júní 1980.

Börn Sigríðar og Jóns:
1. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 6. febrúar 1918 á Gjábakka, d. 30. ágúst 1958.
2. Borgþór Jónsson kennari í Reykjavík og víðar, f. 11. desember 1919 í Húsavík, d. 4. júlí 1968.
3. Jóna Alda Jónsdóttir, f. 17. apríl 1923 í Húsavík, d. 5. janúar 2015.
4. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. mars 1925 í Húsavík.
5. Jón Vídalín Jónsson húsgagnasmíðameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 19. desember 1926 í Húsavík.
6. Ísleifur Jónsson málarameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 25. apríl 1928 í Húsavík, d. 21. ágúst 2008.
7. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. september 1929 í Húsavík, d. 8. desember 2016.
8. Sigurður Jónsson verkamaður, íþróttafrömuður í Eyjum, f. 22. desember 1930 í Húsavík, d. 24. maí 2014.

Guðrún var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann fiskiðnaðarstörf, vann á hóteli á Kirkjubæjarklaustri, fluttist til Reykjavíkur 1948, bjó með Öldu systur sinni við Hringbraut.
Guðrún vann í bakaríi við Frakkastíg og síðan í sælgætisgerð Freyju og þar starfaði hún til 1955, en hóf þá störf hjá Landspítalanum og vann þar til sextíu og fimm ára aldurs.
Þau Jón giftu sig 1951, eignuðust eitt kjörbarn. Þau bjuggu í Hólmgarði 60, en byggðu hús við Rauðalæk 24 og bjuggu þar til 1965, er þau fluttu að Ljósheimum 2. Þar bjuggu þau þar til þau fluttu á Grund.
Jón lést 2018 og Guðrún 2020.

I. Maður Guðrúnar, (31. desember 1951), var Jón Sveinsson vélstjóri, f. 17. september 1925 á Þykkvabæjarklaustri, d. 17. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson bóndi, f. 5. apríl 1880 í Eystri-Ásum í Skaftártungu, d. 23. desember 1959, og kona hans Hildur Jónsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 10. ágúst 1890 á Þykkvabælarklaustri, d. 27. febrúar 1971.
Kjörbarn þeirra:
1. Þórunn Ósk Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. júní 1951. Maður hennar Þorsteinn Guðmundsson. Kynforeldrar Þórunnar Óskar voru Ingibjörg Jónsdóttir systir Guðrúnar og Ástþór Guðnason sjómaður, skipstjóri, f. 14. maí 1928, d. 2. febrúar 2012.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.