Jón Guðlaugsson (Mjölni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. október 2015 kl. 19:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. október 2015 kl. 19:13 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Jón Guðlaugsson.

Jón Guðlaugsson frá Hallgeirsey í A-Landeyjum, lögregluþjónn, skósmiður, heilbrigðisfulltrúi fæddist 5. maí 1872 og lést 6. nóvember 1967.
Foreldrar hans voru Guðlaugur Nikulásson bóndi og bátsformaður í Hallgeirsey, f. 22. júlí 1849 í Efri-Vatnahjáleigu þar, d. 27. desember 1930, og barnsmóðir hans Guðrún Björnsdóttir frá Syðri-Úlfsstaðahjáleigu þar, þá vinnukona í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, f. 11. júlí 1840, d. 15. ágúst 1937.

Hálfsystkini Jóns, samfeðra, voru:
1. Hróbjartur Guðlaugsson í Landlyst bóndi á Kúfhól í A-Landeyjum, síðar verkamaður í Landlyst, f. 28. júlí 1876, d. 9. janúar 1958, kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 16. október 1864, d. 1. mars 1927, en þau voru foreldrar
a) Guðmundar Hróbjartssonar skósmiðs, f. 6. ágúst 1903 d. 20. ágúst 1975, kvæntur Þórhildi Guðnadóttur húsfreyju, f. 16. janúar 1912, d. 20. desember 1993.
b) Margrétar Hróbjartsdóttur húsfreyju í Gvendarhúsi, f. 15. september 1910, d. 30. september 2002, gift Guðjóni Guðlaugssyni bónda og sjómanni, f. 3. september 1901, d. 18. janúar 1958.
2. Sigfús Guðlaugsson skósmiður á Sólheimum, f. 16. janúar 1878, d. 9. janúar 1921, kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur húsfreyju, síðar á Helluvaði á Rangárvöllum, f. 30. september 1885, d. 12. mars 1958.
3. Vilborg Guðlaugsdóttir húsfreyja á Hæli, f. 29. október 1892, d. 23. október 1932 gift Hannesi Hreinssyni fiskimatsmanni, f. 2. október 1892, d. 28. maí 1983 .

Jón var tökubarn á Skúmsstöðum í V-Landeyjum 1880, en þar var Guðrún móðir hans vinnukona, var vinnumaður þar 1890.
Hann lærði skósmiðaiðn á Akureyri og stundaði hana þar, kvæntist Steinunni Guðnýju 1896. Þau voru leigjendur á Akureyri 1901 með barnið Lilju Karlottu 2 ára.
Jón var staddur hjá foreldrum sínum í Hallgeirsey 1910, en Steinunn Guðný bjó á Akureyri með 3 dætur þeirra, Lilju Karlottu, Guðrúnu Ragnhildi og Sigurrögnu Magneu. Auk þess var Guðrún Björnsdóttir móðir Jóns hjá henni þar.
Þau Steinunn Guðný fluttust til Eyja 1911 með 3 dætur sínar. Jón var lögregluþjónn þar.
Þau eignuðust Helgu Víbekku 1911 og hann eignaðist Guðjón með Guðrúnu Guðnýju Jónsdóttur 1912.
Þau voru leigjendur í Landlyst 1913 með 4 dætur, en við húsvitjun síðla árs var Sigurragna skráð farin í Landeyjar. Þau voru í Uppsölum með börnin Lilju Karlottu, Helgu og Guðrúnu 1914-1918. 1917 hafði Sigurragna komið til þeirra aftur.
Þau byggðu Mjölni við Skólaveg og bjuggu þar 1919 með 2 börn, Sigurrögnu og Helgu Víbekku. Lilja Karlotta fór til Akureyrar 1919 og var komin aftur að Mjölni 1920. Guðrún Magnea fór til Reykjavíkur 1919. Guðrún Björnsdóttir móðir Jóns var hjá þeim síðari árin.
Jón leitaði til Akureyrar, vann þar um skeið við iðn sína, en síðan á Flateyri. Steinunn varð eftir í Mjölni og lést þar 1929.
Jón lést 1967.

I. Kona Jóns, (1896), var Steinunn Guðný Guðjónsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, f. 4. maí 1873, d. 19. janúar 1929 í Mjölni.
Börn þeirra hér:
1. Lilja Karlotta Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 8. september 1899, d. 19. nóvember 1971.
2. Sigurragna Magnea Jónsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 25. október 1905, d. 20. desember 1995. Maður hennar var Júlíus Þórarinsson, f. 5. júlí 1906.
3. Guðrún Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. maí 1902, d. 24. mars 1991.
4. Helga Vibekka Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. nóvember 1911, d. 5. júní 1990.

II. Barnsmóðir Jóns var Guðrún Guðný Jónsdóttir vinnukona frá Hallgeirsey í A-Landeyjum, f. 10. janúar 1873, d. 9. september 1957.
Barn þeirra var
5. Guðjón Jónsson rakari, f. 23. janúar 1912 í Nýjabæ, d. 16. janúar 1998 í Reykjavík.

Myndir


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.