Guðrún Björnsdóttir (Mjölni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Björnsdóttir frá Syðri-Úlfstaðahjáleigu í A-Landeyjum, vinnukona fæddist 11. júlí 1840 og lést 15. ágúst 1937 í Suðurgarði.
Foreldrar hennar voru Björn Bjarnason bóndi, f. 28. mars 1796 á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, d. 14. maí 1854 í Tjarnarkoti í A-Landeyjum, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1803 á Skíðbakka í A-Landeyjum, d. 17. september 1879 á Ljótarstöðum.

Guðrún var tökubarn á Voðmúlastöðum, vinnukona þar 1860, vinnukona í Hallgeirsey 1870, eignaðist Jón þar 1872, var vinnukona á Skúmsstöðum í V-Landeyjum 1880 með son sinn Jón Guðlaugsson tökubarn hjá sér, á Skúmsstöðum 1890 án Jóns, í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, hjá Jóni syni sínum á Lundargötu 11 á Akureyri 1910, í Mjölni 1927, gamalmenni í Suðurgarði við andlát 1937.

I. Barnsfaðir Guðrúnar var Guðlaugur Nikulásson, síðar bóndi í Hallgeirsey í A-Landeyjum, f. 22. júlí 1849 í Efri-Vatnahjáleigu þar, d. 27. desember 1930 í Hallgeirsey.
Barn þeirra:
1. Jón Guðlaugsson lögregluþjónn, skósmiður, heilbrigðisfulltrúi, f. 5. maí 1872, d. 6. nóvember 1967.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.