Rannveig Brynjólfsdóttir (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. september 2015 kl. 14:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. september 2015 kl. 14:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Rannveig Brynjólfsdóttir''' húsfreyja í Reykjavík fæddist 27. september 1857 í Norðurgarði og lést 5. október 1922.<br> Foreldrar hennar voru [[Brynj...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Rannveig Brynjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík fæddist 27. september 1857 í Norðurgarði og lést 5. október 1922.
Foreldrar hennar voru Brynjólfur Halldórsson bóndi, f. 11. nóvember 1825 í Skíðbakkahjáleigu í A-landeyjum, d. 4. júní 1874, og kona hans Jórunn Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 4. desember 1828 í Norðurgarði, d. 14. febrúar 1879.

Systkini Rannveigar, þau sem komust upp voru:
1. Margrét, f. 20. október 1852, d. 31. júlí 1937, kona Hannesar lóðs á Miðhúsum.
2. Þórður, f. 16. júní 1862. Líklega sá, sem fór til Vesturheims frá Akureyri 1887, trésmiður 24 ára.
3. Júlíana Guðrún, f. 9. júlí 1863. Hún bjó á Akureyri 1930.
4. Magnús, f. 17. desember 1864. Hann fór til Vesturheims, líklega 1887 og líklega sá, sem var 22 ára skósmiður og ætlaði til Milwaukee.
5. Salvör, f. 11. janúar 1866, d. 11. júlí 1900, húsfreyja í Reykjavík, giftist Ólafi Sveinssyni. Sonur þeirra var Kjartan Ólafsson, f. 17. september 1894, d. 3. ágúst 1960, yfirfiskimatsmaður í Húsavík, faðir Jóns verkalýðsforingja. Kjartan ólst upp hjá Margréti móðursystur sinni á Miðhúsum frá árinu 1898.
6. Guðbjörg Brynjólfsdóttir, f. 2. apríl 1867, d. 25. apríl 1944, búsett í Reykjavík.
7. Halldór Brynjólfsson, sem varð blindur, f. 12. janúar 1873, d. 28. janúar 1948. Hann kvæntist Kristínu Vigfúsdóttur af Rangárvöllum, f. 2. september 1865, d. 5. janúar 1836. Þau bjuggu í Sjávargötu, síðar í Hafnarfirði.

Rannveig var með fjölskyldu sinni í Norðurgarði í æsku.
Faðir hennar lést 1874 og hún var með móður sinni í Norðurgarði í lok ársins og til 1877, en þá fluttist hún úr Eyjum að Kirkjulandi í A-Landeyjum, kom aftur 1879 og var vinnukona í Landlyst.
Hún fluttist til Reykjavíkur 1881, bjó á Klapparstíg, er hún giftist Magnúsi 1889 og bjó nýgift með honum á Þingholtsstræti 17, bjuggu á Laufásvegi 1901.
Þau eignuðust 4 börn, sem komust upp.
Magnús lést 1909 og 1910 var Rannveig húsfreyja á Laufásvegi 41 með 2 börn sín.
Hún var hjá Jórunni Þóreyju dóttur sinni í Reykjavík 1920.
Hún lést 1922.

Maður Rannveigar, (13. desember 1889), var Magnús Pálsson tómthúsmaður frá Ártúni á Kjalarnesi, f. 22. maí 1847, d. 16. október 1909. Foreldrar hans voru Páll Magnússon bóndi, f. 13. nóvember 1808, d. 12. október 1853, og kona hans Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1810, d. 14. júní 1858.
Börn þeirra hér:
1. Steingrímur Magnússon, tvíburi, f. 6. janúar 1891 að Þingholtsstræti 17, d. 3. maí 1980.
2. Guðrún Magnúsdóttir, tvíburi, húsfreyja í Reykjavík, f. 6. janúar 1891 að Þingholtsstræti 17, d. 8. nóvember 1929.
3. Steinunn Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. ágúst 1892 í Skálholtskoti í Reykjavík, d. 2. mars 1955.
4. Jórunn Þórey Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 16. júlí 1897 í Skálholtskoti, d. 23. mars 1981.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.