Ingibjörg Hjálmarsdóttir (Kuðungi)
Valdimara Ingibjörg Hjálmarsdóttir frá Kuðungi, húsfreyja í Götu, síðar við Brekastíg, fæddist 27. október 1886 á Geirólfsstöðum í Þingmúlasókn á Héraði og lést 7. ágúst 1969 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Hjálmar Ísaksson skipasmiður í Kuðungi, f. 17. september 1860, d. 3. október 1929, og kona hans Andría Hannesdóttir húsfreyja, f. 2. október 1857, d. 8. júlí 1900.
Ingibjörg kom nýfædd frá Seyðisfirði með foreldrum sínum og Guðríði systur sinni 1887, en þau höfði farið á Seyðisfjörð frá Litlabæ 1884. Hún var með þeim í Kuðungi 1890.
Móðir hennar lést, er hún var á 14. ári. Hún var með föður sínum í Kuðungi 1901, var í Steinholti 1908, í Hjálmholti 1911, húskona á Gjábakka 1910 og enn 1914, húsfreyja í Götu 1918 með Friðbirni og 4 börnum þeirra, á Herjólfsgötu 12A 1930, síðast á Elliheimilinu Grund í Reykjavík.
I. Sambýlismaður Ingibjargar, (slitu samvistir), var Friðbjörn Þorkelsson sjómaður frá Seyðisfirði, f. 25. ágúst 1885, d. 4. maí 1957.
Börn þeirra hér:
1. Alexander Samson Friðbjörnsson, f. 2. apríl 1907, d. 18. júlí 1907.
2. Óskar Friðbjörnsson bifreiðastjóri, lögregluþjónn, f. 26. október 1908 í Steinholti, d. 18. nóvember 1992.
3. Sigurjón Friðbjörnsson verkamaður, f. 8. febrúar 1911 í Hjálmholti, d. 29. júní 1972.
4. Gísli Hjálmar Friðbjörnsson prentari, forstjóri, f. 19. júní 1914 í Hjálmholti, d. 23. mars 1992.
5. Jónína Rakel Friðbjörnsdóttir, f. 19. ágúst 1918 í Götu, d. 23. maí 1993.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.