Guðrún Guðmundsdóttir (Steinshúsi)
Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Steinshúsi fæddist 1786 á Kanastöðum í A-Landeyjum og lést 16. febrúar 1829.
Faðir hennar var Guðmundur bóndi á Kanastöðum, Bryggjum og Bakkahjáleigu þar, síðast í Eyjum, f. 1765, d. 3. febrúar 1820 á Kirkjubæ, Ólafsson bónda í Hallgeirsey, f. 1727, Ólafssonar bónda í Eystri-Klasbarða í V-Landeyjum, f. 1695, Snorrasonar, og konu Ólafs Snorrasonar, Steinunnar húsfreyju, f. 1687, Bjarnhéðinsdóttur.
Móðir Guðmundar og kona Ólafs í Hallgeirsey var Ingunn húsfreyja, f. 1733, Gunnarsdóttir bónda í Ey í V-Landeyjum, f. 1697, d. 27. október 1768, Helgasonar bónda í Eystra-Fíflholti þar, f. 1662, Erlendssonar, og konu Helga, Ingunnar húsfreyju, f. 1662, Gunnarsdóttur.
Móðir Guðrúnar í Steinshúsi og fyrri kona Guðmundar á Kanastöðum var Ingibjörg húsfreyja, f. 1763 í Eyjum, d. 19. maí 1810, Jónsdóttir.
Ætt hennar er ókunn.
Systkini Guðrúnar í Eyjum voru:
1. Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja í Dölum, f. 1787, d. 14. nóvember 1848, gift fyrr Jóni Helgasyni, síðar Einari Jónssyni eldri.
2. Ingveldur Guðmundsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 11. október 1791, d. 30. júní 1841, gift Ólafi Björnssyni bónda.
3. Ólafur Guðmundsson bóndi og smiður á Kirkjubæ, f. 17. janúar 1798, d. 14. júlí 1869, kvæntur fyrr Helgu Ólafsdóttur húsfreyju, síðar Guðrúnu Pálsdóttur.
4. Emerentíana Guðmundsdóttir húsfreyja í Gularási í A-Landeyjum og víðar, f. 30. janúar 1799, d. 30. maí 1866. Hún var vinnukona í Kornhól í Eyjum 1822.
Hálfsystkini þeirra í Eyjum voru:
5. Jón Guðmundsson, f. 11. október 1794, d. 23. október 1794.
6. Guðmundur Guðmundsson vinnumaður í Dölum, f. 19. júlí 1814, d. 29. júlí 1842.
7. Ingunn Guðmundsdóttir, f. 24. september 1816 í Eyjum. Mun hafa dáið ung; (dánarskrár 1816 skortir).
Guðrún var með foreldrum sínum á Bryggjum 1801. Hún var vinnukona í Voðmúlastaðahjáleigu þar 1816.
Hún var á Búastöðum 1820 við fæðingu Þuríðar, húskona í Dölum 1823 og 1824, en var komin í Steinshús 1826 og varð bráðkvödd þar 1829.
I. Maður Guðrúnar var Steinn Guðmundsson tómthúsmaður í Steinshúsi, f. 1791, d. 1. janúar 1829.
Börn þeirra hér:
1. Þuríður Steinsdóttir, f. 14. nóvember 1820, d. 22. nóvember 1820 „af barnaveiki“, (mun vera ginklofi) .
2. Guðmundur Steinsson, f. 6. júní 1823, d. 17. júní 1823 „af barnaveikinni“, (mun vera ginklofi).
3. Þuríður Steinsdóttir, f. 11. júní 1824, d. 18. júní 1824 „af kæfandi sjúkdómi“ , (líklega stífkrampi, ginklofi).
4. Jónas Steinsson, f. 16. júlí 1826, d. 26. júlí 1826 úr „Barnaveiki“, (mun vera ginklofi).
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.