Kristín Vigfúsdóttir (Hólshúsi)
Kristín Vigfúsdóttir húsfreyja frá Hólshúsi fæddist 9. mars 1861 og lést 3. september 1889.
Foreldrar hennar voru Vigfús Magnússon sjómaður í Hólshúsi, f. 9. október 1815, d. 25. febrúar 1869 í Útilegunni miklu, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1. janúar 1828, d. 13. maí 1882.
Kristín var 9 ára með ekkjunni og húskonunni móður sinni í Hólshúsi 1870, 19 ára vinnukona í Landlyst hjá Þorsteini Jónssyni héraðslækni og Matthildi Magnúsdóttur húsfreyju við manntal 1880. Hún giftist að Uppsölum og lést á Kirkjubæ 1889.
Maður Kristínar, (4. desember 1887), var Nikulás Guðmundsson húsmaður í Uppsölum, síðar á Kirkjubæ.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.is.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.