Ólafur Sigvaldason (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. febrúar 2014 kl. 19:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. febrúar 2014 kl. 19:57 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Sigvaldason bóndi frá Kirkjubæ fæddist 1762 og lést af miltisbrandi 1. september 1810, „lifði í hjónabandi 11 ár‟.

Ólafur var vinnumaður hjá Guðmundi Guðmundssyni og Þuríði Einarsdóttur á Kirkjubæ 1801. Þar var þá vinnukona Sólrún Bjarnadóttir.

Kona Ólafs var, (14. júlí 1799), Sólrún Bjarnadóttir frá Oddsstöðum, f. 1774. Ólafur var fyrri maður hennar. Síðari maður hennar var Eyjólfur Hreiðarsson.
Barn þeirra Ólafs hér:
1. Bjarni Ólafsson, f. í september 1799, d. 12. september 1799 úr ginklofa.


Heimildir