Sólrún Bjarnadóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sólrún Bjarnadóttir húsfreyja á Kirkjubæ og Vilborgarstöðum fæddist 1775 á Oddsstöðumog lést 8. júlí 1836.
(Dánar- og giftingaskrár voru fyrst haldnar í Eyjum 1785, fæðingaskrár 1786).
Sólrún var vinnukona á Kirkjubæ 1801 og þar var einnig Ólafur Sigvaldason vinnumaður.
Hún var húsfreyja á Vilborgarstöðum 1816, en ekkja á Kirkjubæ 1835.

Sólrún var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (14. júlí 1799), var Ólafur Sigvaldason frá á Kirkjubæ, f. 1762, d. 1. september 1810 af miltisbrandi.
Barn þeirra hér:
1. Bjarni Ólafsson, f. í september 1799, d. 12. september 1799 úr ginklofa.

II. Síðari maður hennar, (29. september 1810), var Eyjólfur Hreiðarsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1747, 13. september 1827. Hún var síðari kona hans.
Börn þeirra hér:
2. Ólafur Eyjólfsson, tvíburi, f. 13. nóvember 1811. Hann hrapaði til bana úr Heimakletti 9. júní 1833.
3. Elísabet Eyjólfsdóttir, tvíburi, f. 13. nóvember 1811, d. 18. nóvember 1811 úr „Barnaveikindum“, líklega ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.