Guðríður Oddsdóttir (Þorlaugargerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. maí 2014 kl. 20:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. maí 2014 kl. 20:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðríður Oddsdóttir (Þorlaugargerði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit


Guðríður Oddsdóttir húsfreyja í Litlakoti og húskona á Kirkjubæ fæddist 1826 á Kirkjubæjarklaustri og lést 18. nóvember 1901 í Mandal.
Faðir hennar var Oddur bóndi og meðhjálpari í Þykkvabæ 1845, meðhjálpari að Breiðabólsstað II í Kirkjubæjarklausturssókn 1817, f. 28. júní 1795 að Seglbúðum í Landbroti, d. 23. nóvember 1859, Jónsson bónda og hreppstjóra, lengst á Kirkjubæjarklaustri, f. 1. maí 1758 á Bakka í Öxnadal, Eyjaf., d. 22. september 1840 í Þykkvabæ, Magnússonar bónda á Bakka í Öxnadal, Magnússonar, og konu Magnúsar á Bakka, Sigríðar húsfreyju, f. 1725, d. 1. júní 1793, Bjarnadóttur „gamla“ bónda á Skjaldarstöðum í Öxnadal, Rafnssonar og konu Bjarna „gamla“, Guðrúnar Guðmundsdóttur.
Móðir Odds í Þykkvabæ og kona Jóns hreppstjóra, (28. júlí 1792), var Guðríður húsfreyja, f. 1772 í Hörgsdal á Síðu, d. 12. nóvember 1860, Oddsdóttir bónda og hreppstjóra í Eystra-Hrauni í Landbroti, f. 1741, d. 14. október 1797, Bjarnasonar, og konu Odds hreppstjóra, Guðlaugar húsfreyju, f. 1750, d. 24. maí 1803, Björnsdóttur.

Móðir Guðríðar og fyrri kona Odds var Oddný húsfreyja í Þykkvabæ 1845, f. 1787 í Hrífunesi í Skaftártungu, d. 3. september 1851 í Þykkvabæ, Árnadóttir bónda í Hrífunesi, f. 1741 á Herjólfsstöðum í Álftaveri, d. 16. júní 1811 í Hrífunesi, Árnasonar bónda á Herjólfsstöðum, f. (1705), Jónssonar, og fyrstu konu Árna, Oddnýjar húsfreyju, f. 1707, d. 10. ágúst 1747, Björnsdóttur.
Móðir Oddnýjar í Þykkvabæ og kona Árna í Hrífunesi var Kristín húsfreyja, f. 1758, d. 17. júní 1811, Sigurðardóttir.

Guðríður var hjá foreldrum sínum í Þykkvabæ til ársins 1846, var vinnukona á Keldunúpi á Síðu 1846-1849. Þá fór hún í Landeyjar, var vinnukona þar á Bakka 1850, síðan í Hallgeirsey þar.
Hún var vinnukona í Nöjsomhed 1855, húsfreyja í Litlakoti 1860, húskona á Kirkjubæ, ekkja, húskona og vefari í Þorlaugargerði 1870.
Guðríður var hjá dóttur sinni á Löndum 1880 og í Mandal 1890-dd.

Guðríður var systir Tíla Oddssonar sjávarbónda í Norðurgarði, f. 6. júní 1832, drukknaði með Bjarna Ólafssyni í Svaðkoti 16. júní 1833.

Maður Guðríðar Oddsdóttur var Guðmundur Guðmundsson tómthúsmaður, sjómaður í Litlakoti og húsmaður á Kirkjubæ, f. 30. mars 1827, d. 16. febrúar 1865.
Börn Guðríðar og Guðmundar hér:
1. Sigríður Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja í Mandal, f. 22. apríl 1857, d. 12. maí 1914, gift Jóni Ingimundarsynii.
2. Einar Guðmundsson, f. 1858, d. 19. apríl 1890.
3. Oddný Guðmundsdóttir, f. 1859.
4. Guðmundur Guðmundsson, f. 6. júlí 1864, d. 24. nóvember 1928, kvæntur Jórunni Magnúsdóttur.


Heimildir