Einar Guðmundsson (Litlakoti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Einar Guðmundsson vinnumaður frá Litlakoti fæddist 15. apríl 1858 í Þorlaugargerði og lést 19. apríl 1890 í Mandal.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson tómthúsmaður, sjómaður í Litlakoti og húsmaður á Kirkjubæ, f. 30. mars 1827, d. 16. febrúar 1865 og síðari kona hans Guðríður Oddsdóttir húsfreyja í Litlakoti og húskona á Kirkjubæ f. 1826, d. 18. nóvember 1901 í Mandal.

Systkini Einars í Eyjum voru:
1. Sigríður Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja í Mandal, f. 22. apríl 1857, d. 12. maí 1914, gift Jóni Ingimundarsynii.
2. Oddur Guðmundsson, f. 28. júní 1860, hrapaði til bana 23. júní 1871.
4. Guðmundur Guðmundsson í Ey, f. 6. júlí 1864, d. 24. nóvember 1928, kvæntur Jórunni Magnúsdóttur.

Einar var með foreldrum sínum í æsku, á 1. og 2. ári í Þorlaugargerði, í Litlakoti 1860, á Kirkjubæ 1861-1865.
Faðir hans dó 1865.
Hann var tökubarn á Löndum 1866, fósturbarn þar 1867-1868, tökubarn þar 1869-1870, fósturbarn 1871-1874, vinnudrengur þar 1875, vinnumaður í Elínarhúsi 1876-1880, á Vesturhúsum 1881-1883, vinnumaður hjá Sigríði systur sinni í Mandal 1884-1890.
Hann lést 1890 úr „brjóstveiki“.
Einar var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.