Jón Ingimundarson (Mandal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. apríl 2014 kl. 22:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. apríl 2014 kl. 22:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jón Ingimundarson (Mandal)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit


Jón Ingimundarson formaður, skipasmiður og útgerðarmaður í Mandal fæddist 3. ágúst 1856 og lést 21. apríl 1937.
Foreldrar hans voru Ingimundur Jónsson bóndi, formaður og hreppstjóri á Gjábakka, f. 20. ágúst 1829, d. 25. apríl 1912, og kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1835, d. 6. febrúar 1916.

Jón var hjá foreldrum sínum á Gjábakka 1860, í heimili hjá Sigríði Sæmundsdóttur húskonu, móðurmóður sinni á Gjábakka 1870.
Við manntal 1880 var hann kvæntur sjómaður á Löndum með börnin Sigríði þriggja ára og Guðmund á fyrsta ári. Þar var einnig bróðir Sigríðar Guðnýjar konu hans, Guðmundur Guðmundsson, og móðir þeirra Guðríður Oddsdóttir fyrrum húsfreyja í Þorlaugargerði.
1890 voru þau komin að Mandal, hann bóndi og sóknarnefndarmaður.
Þar voru einnig Jónína Lilja Jónsdóttir með son sinn Jón Waagfjörð 7 ára.
Við manntal 1901 voru þau hjón í Mandal með barnið Hálfdán Jónsson 9 ára. Þar var enn bróðir hennar, Guðmundur og með son sinn Þórarinn 8 ára.
1910 var Jón skipasmiður og útvegsbóndi í Mandal með Sigríði Guðnýju konu sinni, Hálfdáni syni þeirra, Þórarni sjóróðrarmanni, bróðursyni hennar og Jóni I. Stefánssyni dóttursyni þeirra.
Sigríði Guðnýju konu sína missti Jón 12. maí 1914.
Við manntal 1920 var Jón með bústýruna Jórunni Bjarnadóttur, f. 1864. Hjá honum var uppeldissonur hans Jón I. Stefánsson landverkamaður, og leigjandi var Sigfús Árnason tónlistarmaður frá Vilborgarstöðum, nú kallaður málari.
Jón var um skeið formaður á Mýrdælingi.
Jón Ingimundarson í Mandal lést 21. apríl 1937.

Kona Jóns í Mandal, (1879), var Sigríður Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 22. apríl 1957, d. 12. maí 1914.
Börn þeirra hér:
1. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Ási, f. 27. apríl 1878, d. 3. desember 1941.
2. Guðmundur Jónsson, f. 1880.
3. Hálfdán Jónsson, f. 22. júní 1892, d. 8. ágúst 1913.
4. Fóstursonur þeirra var dóttursonur þeirra Jón I. Stefánsson sjómaður í Mandal, f. 12. maí 1904, d. 6. júní 1969.


Heimildir