Ritverk Árna Árnasonar/Jón Bryngeirsson
Kynning.
Jón Bryngeirsson skipstjóri og verksmiðjustjóri frá Búastöðum fæddist 9. júní 1930 og lést 7. ágúst 2000.
Foreldrar hans voru Bryngeir Torfason formaður á Búastöðum, f. 26. september 1895, d. 9. maí 1939, og kona hans Lovísa Gísladóttir húsfreyja á Búastöðum, f. 18. júní 1895, d. 30. mars 1979.
Eiginkona Jóns var Hrafnhildur Helgadóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1943 í Reykjavík.
Þau Hrafnhildur bjuggu í Eyjum fram að Gosi. Þau dvöldu um skeið í Þorlákshöfn og í Bolungarvík, en settust síðan að í Hafnarfirði og bjuggu að Heiðvangi 30.
Börn Jóns og Hrafnhildar:
1. Skarphéðinn, f. 18. febrúar 1964.
2. Heiðar Dagur, f. 10. apríl 1968.
3. Lovísa Agnes, f. 28. september 1970.
4. Eyjólfur Gísli, f. 28. desember 1979.
Jóns er getið í bjargveiðimannatali Árna Árnasonar, en án sérstakrar umsagnar.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Jón Bryngeirsson
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 15. ágúst 2000. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.