Ritverk Árna Árnasonar/Jón Bryngeirsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jón Bryngeirsson.
Jón Bryngeirsson.

Kynning.

Jón Bryngeirsson vélstjóri, skipstjóri og verksmiðjustjóri frá Búastöðum fæddist 9. júní 1930 og lést 7. ágúst 2000.
Foreldrar hans voru Bryngeir Torfason formaður á Búastöðum, f. 26. september 1895, d. 9. maí 1939, og kona hans Lovísa Gísladóttir húsfreyja á Búastöðum, f. 18. júní 1895, d. 30. mars 1979.

Jón tók minna mótorvélstjórapróf 1946 og minna fiskimannapróf 1960 í Eyjum.
Hann var 2. vélstjóri á m.b. Skógafossi VE-320 1948 og 1. vélstjóri á mb. Muggi VE-332 1949-1952.
Hann vann einkum við fiskimjölsiðnað frá 1960, vann 1996 við að setja upp bræðslu í Elcastillo á Kyrrahafsströnd Mexico.

Eiginkona Jóns var Hrafnhildur Helgadóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1943 í Reykjavík.
Þau Hrafnhildur bjuggu í Eyjum fram að Gosi. Þau dvöldu um skeið í Þorlákshöfn og í Bolungarvík, en settust síðan að í Hafnarfirði og bjuggu að Heiðvangi 30.

Börn Jóns og Hrafnhildar:
1. Skarphéðinn Haraldsson, f. 18. febrúar 1964. Hann er sonur Hrafnhildar, fóstursonur Jóns.
2. Heiðar Dagur, f. 10. apríl 1968.
3. Lovísa Agnes, f. 28. september 1970.
4. Eyjólfur Gísli, f. 28. desember 1979.

Jóns er getið í bjargveiðimannatali Árna Árnasonar, en án sérstakrar umsagnar.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Jón Bryngeirsson


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 15. ágúst 2000. Minning.
  • Vélstjóratal 1911-1972. Óskar Ingimarsson. Reykjavík. Vélstjórafélag Íslands 1974.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.