Jón H.T. Sigurðsson (Pétursborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. desember 2024 kl. 13:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. desember 2024 kl. 13:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jón H.T. Sigurðsson (Pétursborg)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Hjálmar Theodór Sigurðsson, klæðskeri fæddist 9. desember 1899 og lést 5. ágúst 1959.
Foreldar hans voru Sigurður Vigfússon sjómaður, verkamaður, f. 14. september 1865 á Hofi í Öræfum, d. 24. ágúst 1939, og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir húsfreyja, f. 1. september 1867 á Kirkjubæ, d. 10. mars 1945.

Börn Ingibjargar og Sigurðar voru:
1. Þuríður Björg Sigurðardóttir, f. 31. október 1891, d. 8. maí 1972.
2. Vigfús Sigurðsson, f. 24. júlí 1893, d. 25. febrúar 1970.
3. Einar Björn Sigurðsson, f. 25. október 1895, d. 14. nóvember 1964.
4. Gunnar Helgi Sigurðsson, f. 23. október 1897, d. 14. september 1964.
5. Jón Hjálmar Theodór Sigurðsson, f. 9. desember 1899, d. 5. ágúst 1959.
6. Hallvarður Sigurðsson, f. 14. maí 1902, d. 5. ágúst 1967.
7. Finnbogi Rósinkrans Sigurðsson, f. 20. desember 1906, d. 30. janúar 1969.
8. Lilja Munnveig Hólmfríður Sigurðardóttir, f. 17. mars 1912, d. 12. mars 1989.

Þau Ásgerður Efemía giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Neskaupstað, síðast í Rvk.

I. Kona Jóns var Ásgerður Efemía Guðmundsdóttir, f. 20. nóvember 1907 á Ósi á Borgarfirði eystra, d. 1. janúar 1986 í Rvk. Foreldrar hennar Guðmundur Einarsson, f. 12. maí 1881, d. 10. febrúar 1937, og Sigríður Bjarnadóttir, f. 2. desember 1878, d. 22. mars 1914.
Börn Ásgerðar áður:
1. Ólafía Stefanía Söring Ísfeld, f. 19. mars 1928 í Neskaupstað, d. 18. nóvember 2013. Maður hennar Guðjón Hermanníusson.
2. Þórir Guðmundur Ísfeld, deildarfulltrúi hjá Hitaveitu Reykjavíkur, síðan hjá Orkuveitu Rvk, f. 11. febrúar 1933 í Neskaupstað. Fyrrum kona hans Torfhildur Ragnarsdóttir.
Börn Ásgerðar og Jóns:
3. Jóna Sigríður Jónsdóttir, deildarstjóri mælaálestrardeildar Orkuveitu Rvk, f. 29. maí 1939 í Neskaupstað. Fyrrum maður hennar Hreinn Mýrdal Björnsson.
4. Guðmundur Jónsson, tónlistarmaður, f. 12. október 1941, d. 13. maí 1992. Kona Hans Birna Ágústsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.