Guðbjörg Pálmadóttir (Skjaldbreið)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. september 2024 kl. 13:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. september 2024 kl. 13:43 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Pálmadóttir frá Skjaldbreið, húsfreyja fæddist 23. desember 1941.
Foreldrar hennar voru Pálmi Sigurðsson frá Skjaldbreið, skipstjóri, f. þar 21. júlí 1920, d. 25. nóvember 1911, og kona hans Stefanía Marinósdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1924 í Laugardal, d. 19. september 2016.

Börn Stefaníu og Pálma:
1. Guðbjörg Pálmadóttir húsfreyja, f. 23. desember 1941 á Faxastíg 25. Fyrrum maður hennar Sigurbjörn Ólafur Seyðfjörð Ragnarsson. Sambúðarmaður hennar Geir Haukur Sölvason.
2. Sigmar Pálmason, f. 23. mars 1943 á Faxastíg 25. Kona hans Kristrún Axelsdóttir.
3. Páll Pálmason, f. 11. ágúst 1945 á Skjaldbreið, d. 6. nóvember 2021. Kona hans Guðrún Kristín Guðjónsdóttir.
4. Hafþór Pálmason, f. 22. febrúar 1954 á Hólagötu 18, d. 10. september 1977.
Barn Pálma með Guðbjörgu Maríu Helgadóttur:
5. Ragna María Pálmadóttir húsfreyja í Þorlákshöfn, f. 27. mars 1941. Maður hennar Sigþór Magnússon.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk skyldunámi í Gagnfræðaskólanum 1957.
Þau Þorleifur hófu sambúð, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Ólafur giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Geir Haukur hófu sambúð. Hann lést 2023.
Guðbjörg dvelur í Hraunbúðum.

I. Maður Guðbjargar, skildu, er Þorleifur Kristinn Valdimarsson, stýrimaður, f. 17. mars 1940. Foreldrar hans voru Valdimar Guðmundsson vélstjóri, f. 19. okttóber 1900, d. 3. nóvember 1991, og kona hans Ásgerður Þorleifsdóttir frá Efra-Hvoli í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 9. apríl 1904, d. 17. ágúst 1996.
Börn þeirra:
1. María Kristín Þorleifsdóttir, f. 17. janúar 1962.
2. Hafdís Þorleifsdóttir, f. 24. júlí 1964.

II. Maður Guðbjargar, skildu, er Sigurbjörn Ólafur Seyðfjörð Ragnarsson frá Keflavík, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, f. 29. ágúst 1938, d. 19. desember 2019 í Eyjum. Foreldrar hans voru Egill Ragnar Ásmundsson, f. 24. júní 1918, d. 29. apríl 1996 og fyrri kona hans Auður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 5. september 1917, d. 13. júní 2002.
Barn þeirra:
3. Rósa Ólafsdóttir, f. 21. janúar 1971.

III. Sambúðarmaður Guðbjargar var Geir Haukur Sölvason, vélfræðingur, Fífilgötu 10 við andlát, f. 26. nóvember 1947, d. 26. ágúst 2023.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.