Ólafur Ragnarsson (skipstjóri)
Sigurbjörn Ólafur Seyðfjörð Ragnarsson frá Keflavík, Gull., sjómaður, stýrimaður, skipstjóri fæddist þar 29. ágúst 1938 og lést 19. desember 2019 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Egill Ragnar Ásmundsson, f. 24. júní 1918, d. 29. apríl 1996, og fyrri kona hans Auður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 5. september 1917, d. 13. júní 2002.
Ólafur var með föður sínum og Halldóru Jónu Jónsdóttur fósturmóður sinni í Borgarnesi.
Hann lauk fiskimannaprófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1963 og síðar farmannaprófi þar 1980.
Ólafur fór ungur til sjós, var háseti, síðar stýrimaður á farskipum, bátum og togurum frá árinu 1953. Eftir 1980 var hann stýrimaður á farskipum, m.a. hjá Ríkisskipum, var yfirstýrimaður og afleysingaskipstjóri á ms. Esju og ms. Heklu 1978-1988 og síðan skipstjóri á norsku skipi 1988. Einnig var hann stýrimaður á Hofsjökli um skeið. Ólafur var á dönskum og sænskum skipum, en var yfirstýrimaður á fraktskipum H. Folmer í Kaupmannahöfn 1990-2004. Undir lok starfsævinnar var hann stýrimaður á Valberg, eftirlitsskipi með kapallögnum í Norðursjó.
Ólafur hafði mikinn áhuga á skipum og sjómennsku, hélt úti heimasíðu og skrifaði í blöð og tímarit.
Ólafur flutti til Eyja 2005 og lést þar 2019.
Þau Ingibjörg giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Guðbjörg giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.
I. Kona Ólafs var Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 13. júní 1939, d. 17. ágúst 2008. Foreldrar hennar voru Sigurður Halldórsson, f. 12. september 1915, d. 21. júlí 1980, og Hólmfríður Halldóra Magnúsdóttir, f. 23. nóvember 1915, d. 24. mars 1995.
Barn þeirra:
1. Ragnhildur Halldóra Ólafsdóttir, f. 24. maí 1965. Barnsfaðir hennar Lars Göran Mikael Persson. Barnsfaðir Sævar Lúðvíksson. Sambúðarmaður hennar Birgir Ingi Guðmundsson.
II. Kona Ólafs, (skildu), er Guðbjörg Pálmadóttir, f. 29. desember 1941.
Barn þeirra:
2. Rósa Ólafsdóttir, f. 21. janúar 1971. Sambúðarmaður hennar Valur Bjarnason.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 11. janúar 2020. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.