Sólveig Adolfsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. ágúst 2024 kl. 21:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. ágúst 2024 kl. 21:24 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sólveig Adolfsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, skrifstofumaður fæddist 1. október 1946 á Hlíðarenda á Ísafirði.
Foreldrar hennar voru Adolf Magnússon frá Sjónarhól, sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 12. febrúar 1922 á Sævarbrún, d. 29. nóvember 2005, og kona hans Þorgerður Sigríður Jónsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, f. 19. júlí 1922, d. 22. mars 2003.

Börn Þorgerðar og Adolfs:
2. Sólveig Adolfsdóttir, f. 1. október 1946 á Hlíðarenda á Ísafirði. Maður hennar Þór Ísfeld Vilhjálmsson.
3. Kristín Margrét Adolfsdóttir, f. 17. nóvember 1947 í Bjarma. Maður hennar Hafsteinn Sæmundsson.
4. Kristján Ágúst Adolfsson, f. 14. apríl 1949 í Bjarma. Kona hans Guðríður Óskarsdóttir.
5. Jóna Ágústa Adolfsdóttir, f. 16. júní 1950 í Bjarma. Maður hennar Páll Jónsson.
6. Guðrún Hlín Adolfsdóttir, f. 24. mars 1952 í Bjarma. Maður hennar Ragnar Jónsson.
7. Guðmundur Adolf Adolfsson, f. 13. október 1955 í Bjarma. Kona hans Valdís Jónsdóttir.
8. Soffía Svava Adolfsdóttir, f. 5. janúar 1959 að Vestmannabraut 76. Maður hennar Þórður K. Karlsson.
Barn Adolfs áður:
9. Hafdís Adolfsdóttir skurðstofuhjúkrunarfræðingur, síðar í Noregi, f. 25. apríl 1946 í Reykjavík. Maður hennar Kristján Eyfjörð Hilmarsson. Barn Þorgerðar Sigríðar áður:
10. Þorgerður Arnórsdóttir, f. 25. október 1943. Maður hennar var Grétar Nökkvi Eiríksson verslunarmaður í Reykjavík, f. 4. apríl 1940, d. 13. ágúst 2003.

Sólveig var með móður sinni á Ísafirði, síðan með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1963.
Sólveig vann við fiskiðnað, var starfsmaður við mjólkurbú á Ísafirði í tæpt ár, var verslunarmaður í Eyjum, síðar starfsmaður Stéttarfélags starfsmanna Vestmannaeyjabæjar.
Þau Þór giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Hraunslóð 1.

I. Maður Sólveigar, (23. október 1965), er Þór Ísfeld Vilhjálmsson frá Burstafelli, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, skipstjóri, félagsmálamaður, f. 30. nóvember 1945.
Börn þeirra:
1. Adolf Hafsteinn Þórsson bifvélavirki, f. 23. apríl 1966. Kona hans er María Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir.
2. María Þórsdóttir bókari, ráðgjafi, f. 6. janúar 1972. Fyrrum maður hennar Einar Guðnason.
3. Helga Sigrún Þórsdóttir sérkennari, deildarstjóri fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, f. 15. nóvember 1978. Maður hennar Jónas Guðbjörn Jónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.