Óli Jónsson (Hólmgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. mars 2024 kl. 19:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. mars 2024 kl. 19:19 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Óli Jónsson frá Ólafsfirði, sjómaður í Hólmgarði fæddist 27. júní 1909 og lést 30. júlí 1981.
Foreldrar hans voru Jón Friðrik Bergsson sjómaður á Ólafsfirði, f. 12. maí 1883, d. 29. mars 1942 og kona hans Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, f. 20. september 1887, d. 27. nóvember 1949.
Fósturforeldrar Óla voru Ólafur Ingimundarson í Nýjabæ á Ólafsfirði, f. 28. mars 1853 og kona hans Ólöf Friðbjarnardóttir húsfreyja, f. 1863.

Börn Margrétar og Jóns – í Eyjum:
1. Óli Jónsson sjómaður, f. 27. júní 1909, d. 30. júlí 1981.
2. Jakobína Jónsdóttir, kona Júlíusar Sigurðssonar á Skjaldbreið.
3. Halldóra Jónsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1924, d. 28. mars 2007.
4. Bergur Ragnar Jónsson sjómaður, öryrki, f. 22. maí 1929, d. 8. júlí 1996.

Óli hóf sjómennsku 14 ára, flutti til Eyja 1932, byrjaði til sjós með Guðjóni á Heiði, sem þá var með m/b Glað og síðan á ýmsum bátum hér í Eyjum. Á m/s Lagarfossi var hann um tíma, síðar Júlíu og síðast Sigurfara. Á stríðsárunum var hann á Ernu og sigldi til Bretlands, þá var skipstjóri hans Einar Bjarnason.
Þau Jóna giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau Óli og Jóna mættust á Ólafsfirði, en þangað fór Jóna á vit Ragnhildar systur sinnar.
Þau fluttust til Eyja 1932, voru komin að Miðhúsum við fæðingu Önnu Maríu 1932. Þau dvöldu á Ólafsfirði 1934 við fæðingu Magnúsar, voru komin að Miðhúsum aftur 1937 við fæðingu Sigurbjarnar Friðriks. Þau bjuggu um nokkurra ára skeið í Hólmgarði, en síðan við Brekastíg 6 (Heiðarbýli), en fluttu til Hveragerðis í Gosinu 1973.

Kona Óla var Jóna Gíslína Magnúsdóttir húsfreyja, f. 6. júní 1915, d. 19. nóvember 1995.
Börn þeirra:
1. María Anna Óladóttir, f. 12. apríl 1932, d. 8. október 2016.
2. Guðjón Magnús (Ólason) Einarsson, f. 11. mars 1934, d. 29. október 2019. Kjörforeldrar hans voru Einar Brynjólfsson og Margrét Einarsdóttir.
3. Sigurbjörn Friðrik Ólason vélstjóri í Þorlákshöfn, f. 28. júní 1937, d. 10. febrúar 2020. Kona hans Guðmunda Einarsdóttir.
4. Einar Marvin Ólason, f. 2. maí 1944, fórst með Þráni VE 5. nóvember 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.