Elín Ebba Guðjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. desember 2023 kl. 13:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. desember 2023 kl. 13:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Elín Ebba Guðjónsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Elín Ebba Guðjónsdóttir frá Dölum, húsfreyja fæddist 20. október 1952 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson búfræðingur, bóndi, bústjóri í Dölum, f. 13. desember 1913, d. 30 mars 2001, og kona hans Helga Þuríður Árnadóttir frá Burstafelli, húsfreyja, f. 15 maí 1918, d. 8. desember 2008.

Börn Helgu og Guðjóns:
1. Árnný Sigurbjörg Guðjónsdóttir, f. 19. september 1940.
2. Oddfríður Jóna Guðjónsdóttir, f. 22. maí 1942
3. Emil Þór Guðjónsson, f. 15. febrúar 1944.
4. Guðmundur Helgi Guðjónsson, f. 5. mars 1947.
5. Ásbjörn Guðjónsson, f. 28. janúar 1949.
6. Elín Ebba Guðjónsdóttir, f. 20. október 1952.
7. Lárus Jóhann Guðjónsson, f. 6. febrúar 1959.

Elín Ebba var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við fiskiðnað og á Hressingarskálanum í Eyjum.
Þau Guðjón Ingi giftu sig, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Kristján Þorkell giftu sig, eignuðust ekki börn.

I. Maður Elínar Ebbu, skildu, er Guðjón Ingi Ólafsson, f. 1. júlí 1948. Foreldrar hans Ólafur Ingibergsson, f. 31. júlí 1925, d. 21. júlí 2006, og Eyrún Hulda Marinósdóttir, f. 6. september 1930, d. 19. mars 2016.
Börn þeirra:
1. Sigurbjörg Hulda Guðjónsdóttir fótaaðgerðarfræðingur, f. 26. ágúst 1971. Fyrrum maður hennar Björgvin Sævar Matthíasson.
2. Hjalti Guðjónsson verktaki, f. 2. nóvember 1974. Kona hans Nína Nenkova Koycheva.
3. Guðjón Helgi Guðjónsson einkaþjálfari, f. 19. nóvember 1976. Kona hans Sara Ósk Wheeley.

II. Maður Elínar Ebbu er Kristján Þorkell Albertsson málari, f. 3. maí 1949 á Siglufirði. Foreldrar hans Albert Hólm Þorkelsson bakarameistari í Keflavík og síðan í Borgarnesi, f. 29. ágúst 1922 á Siglufirði, d. 12. febrúar 2008, og kona hans Sigríður Halldóra Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1922 á Ísafirði, d. 23. desember 2013.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.