Oddfríður Guðjónsdóttir (Dölum)
Oddfríður Jóna Guðjónsdóttir frá Dölum, húsfreyja, skólaliði fæddist 22. maí 1942 á Innsta-Vogi í Innri-Akraneshreppi, Borg.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson, frá Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungum, síðar bústjóri í Dölum, f. 13. desember 1913, síðast á Akranesi, d. 30. mars 2001, og kona hans Helga Þuríður Árnadóttir frá Burstafelli við Vestmannabraut 65a, húsfreyja, f. 15. maí 1918, síðast á Akranesi, d. 8. desember 2008.
Börn Helgu og Guðjóns:
1. Árnný Sigurbjörg Guðjónsdóttir, f. 19. september 1940.
2. Oddfríður Jóna Guðjónsdóttir, f. 22. maí 1942.
3. Emil Þór Guðjónsson, f. 15. febrúar 1944.
4. Guðmundur Helgi Guðjónsson, f. 5. mars 1947.
5. Ásbjörn Guðjónsson, f. 28. janúar 1949.
6. Elín Ebba Guðjónsdóttir, f. 20. október 1952.
7. Lárus Jóhann Guðjónsson, f. 6. febrúar 1959.
Oddfríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1958.
Oddfríður vann skrifstofustörf, síðan var hún skólaliði.
Þau Ágúst giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Sólhlíð 5, Ásaveg 30, við Bröttugötu 45 og búa nú við Litlagerði 17.
I. Maður Oddfríðar, (3. júní 1961), er Ágúst Pálmar Óskarsson vélstjóri, f. 12. desember 1939.
Börn þeirra:
1. Helga Þuríður Ágústsdóttir skólaliði, f. 21. janúar 1961. Maður hennar Þór Jakob Sveinsson Sigurðssonar.
2. Rut Ágústsdóttir stuðningsfulltrúi, f. 21. desember 1962. Maður hennar Jakob Jónatan Möller.
3. Fríða Jóna Ágústsdóttir skrifstofumaður, f. 14. júlí 1966. Maður hennar Sæmundur Vilhjálmsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ágúst og Oddfríður.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Þjóðskrá 1986.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.