Eyvindur Ingi Steinarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. ágúst 2023 kl. 12:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. ágúst 2023 kl. 12:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Eyvindur Ingi Steinarsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Eyvindur Ingi Steinarsson tónlistarmaður, tónlistarkennari fæddist 13. desember 1960.
Foreldrar hans voru Sigurður Steinar Júlíusson feldskeri, f. 28. janúar 1930 í Eyvindarholti við Brekastíg 7b, og kona hans Guðrún Jónasdóttir frá Skuld, húsfreyja, talsímakona, orðabókarstarfsmaður, f. 17. janúar 1930 á Hásteinsvegi 28, d. 18. júní 2016.

Börn Guðrúnar og Steinars:
1. Jónas Þór Steinarsson viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, f. 2. október 1946. Kona hans Þórey Morthens.
2. Ragna Steinarsdóttir bókasafnsfræðingur, bókavörður, sviðsstjóri, f. 22. maí 1957. Maður hennar Þorsteinn Þórhallsson.
3. Júlíus Þórarinn Steinarsson feldskeri, f. 1. desember 1958. Kona hans Sigrún Guðmundsdóttir.
4. Eyvindur Ingi Steinarsson tónlistarmaður, kennari, f. 13. desember 1960. Fyrrum kona hans Bára Grímsdóttir.
5. Gunnar Kristinn Steinarsson tónlistarmaður í Nesoddtangen í Akershus, Noregi, f. 2. júlí 1964 í Reykjavík. Kona hans var Mirja Kuusela, f. 12. maí 1964, d. 1. maí 2004.

Eyvindur Ingi var með foreldrum sínum í æsku, bjó hjá þeim við Hilmisgötu 1 og flutti með þeim Reykjavíkur 1963.
Hann lærði tónlist, var í skóla í Hollandi 1989-1994, dvaldi í Noregi í 2 ár, í Hollandi í 5 ár, flutti til Eyja 1994, er kennari við Tónlistarskólann í Eyjum.
Eyvindur býr við Hásteinsveg 29.
Þau Bára giftu sig 1985, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.

I. Kona Eyvindar Inga, (1985, skildu), er Bára Grímsdóttir tónskáld, f. 24. apríl 1960. Foreldrar hennar voru Grímur Heiðland Lárusson frá Grímstungu í Vatnsdal, Hún., bóndi, verkamaður, verslunarmaður, vaktmaður, og kona hans Magnea Halldórsdóttir frá Vindheimum í Ölfusi, húsfreyja, f. 22. ágúst 1931, d. 23. mars 2013.
Börn þeirra:
1. Andri Eyvindsson kennari, f. 2. apríl 1986. Kona hans Telma Valey.
2. Eysteinn Eyvindsson listamaður, f. 7. september 1993.
3. Júlíus Eyvindsson nemi, f. 8. ágúst 1997.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.