Steinar Júlíusson (Mjölni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Steinar Júlússon.
Guðrún Jónasdóttir og Steinar Júlíusson.

Sigurður Steinar Júlíusson frá Mjölni, feldskeri fæddist 28. janúar 1930 í Eyvindarholti við Brekastíg 7b og lést 4. júlí 2023.
Foreldrar hans voru Júlíus Þórarinsson formaður, verslunarmaður og verkstjóri, f. 4. júlí 1906, d. 2. júní 1983, og kona hans Sigurragna Magnea Jónsdóttir (Ragna) húsfreyja, f. 25. október 1905, d. 20. desember 1995.

Börn Júlíusar og Rögnu:
1. Sigurður Steinar Júlíusson feldskeri, f. 28. janúar 1930. Kona hans var Guðrún Jónasdóttir húsfreyja, talsímakona frá Skuld, f. 17. janúar 1930, d. 18. júní 2016.
2. Vilhelm Þór Júlíusson verkstjóri hjá Flugmálastjórn, f. 30. maí 1932, d. 16. júlí 2013. Kona hans var Guðbjörg Benjamínsdóttir.
3. Gylfi Júlíusson umdæmisstjóri hjá Vegagerðinni, f. 18. október 1937. Fyrri kona hans var Ingibjörg Gunnarsdóttir, en síðari kona hans er Helga Viðarsdóttir.
4. Aðalsteinn Júlíusson bankamaður, f. 18. desember 1939. Kona hans er Elín Ingólfsdóttir.

Steinar var með foreldrum sínum í æsku. Hann lauk tveim vetrum í Gagnfræðaskólanum, en fluttist þá með foreldrum sínum til Suðurnesja og gekk í Iðnskólann í Reykjavík.
Hann lauk sveinsprófi í feldskurði 1949 og rak um skeið klæðskerafyrirtæki í Reykjavík og lagði einkum fyrir sig feldskurð.
Steinar var verslunarmaður í Eyjum og rak ásamt öðrum klæðskerafyrirtæki þar á sjötta áratugnum.
Þau Guðrún (Dúna) giftu sig 1954 og eignuðust 4 börn í Eyjum. Þau fluttust til Reykjavíkur 1963, eignuðust þar eitt barn.
Steinar vann ýmis störf í Reykjavík, vann hjá Flugfélagi Íslands, var móttökustjóri í Hótel Holti, vann hjá heildsölufyrirtæki og á Hótel Sögu. Þá vann hann við fatagerð og síðan feldskurð, sem hann hefur unnið við síðan, nú hátt á níræðisaldri.

ctr
Fjölskylda Dúnu og Steinars.
ctr
Steinar og Dúna ásamt Sjöfn Jónasdóttur (önnur frá v.) systur hennar og Kristínu Þorsteinsdóttur aldavinkonu hennar (h.megin).

Kona Steinars, (3. apríl 1954), var Guðrún Jónasdóttir (Dúna), húsfreyja, talsímakona, orðabókarstarfsmaður, f. 17. janúar 1930, d. 18. júní 2016.
Börn þeirra:
1. Jónas Þór Steinarsson viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, f. 2. október 1946. Kona hans Þórey Morthens.
2. Ragna Steinarsdóttir bókasafnsfræðingur, bókavörður, sviðsstjóri, f. 22. maí 1957. Maður hennar Þorsteinn Þórhallsson.
3. Júlíus Þórarinn Steinarsson feldskeri, f. 1. desember 1958. Kona hans Sigrún Guðmundsdóttir.
4. Eyvindur Ingi Steinarsson tónlistarmaður, kennari, f. 13. desember 1960. Fyrrum kona hans Bára Grímsdóttir.
5. Gunnar Kristinn Steinarsson tónlistarmaður í Nesoddtangen í Akershus, Noregi, f. 2. júlí 1964 í Reykjavík. Kona hans var Mirja Kuusela, f. 12. maí 1964, d. 1. maí 2004.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.