Rósa Tómasdóttir (Höfn)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. mars 2024 kl. 20:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. mars 2024 kl. 20:32 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Rósa Tómasdóttir.

Magnea Rósa Tómasdóttir frá Höfn við Bakkastíg 1, lyfjafræðingur, lyfsali fæddist 20. september 1928 og lést 5. febrúar 2023 á Minni-Grund í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Tómas Maríus Guðjónsson frá Sjólyst, útgerðarmaður, kaupmaður, umboðsmaður, f. 13. janúar 1887, d. 14. júní 1958, og síðari kona hans Sigríður Vilborg Magnúsdóttir frá Brekkum á Rangárvöllum, húsfreyja, f. 4. október 1898, d. 18. september 1968.

Börn Sigríðar og Tómasar voru:
1. Magnea Rósa lyfjafræðingur, lyfsali, f. 20. september 1928, d. 5. febrúar 2023.
2. Gerður Erla húsfreyja, f. 21. febrúar 1933.
3. Bragi öryrki, f. 4. mars 1939, d. 2. ágúst 2002.

Börn Tómasar og Hjörtrósar fyrri konu hans:
1. Hannes skipstjóri, f. 17. júní 1913, d. 14. október 2003.
2. Martin Brynjólfur útgerðarmaður og forstjóri, f. 17. júní 1915, d. 1. janúar 1976.
3. Jóhannes bankaritari, f. 13. mars 1921, d. 18. júlí 2016.

Barn Tómasar og Guðrúnar Árnadóttur húsfreyju frá Hurðarbaki í Flóa, f. 19. september 1888, d. 28. september 1972:
7. Guðjón Tómasson eftirlitsmaður hjá Flugmálastjórn, f. 29. ágúst 1925, d. 2. desember 1977.
Uppeldisdóttir Tómasar var
8. Laufey Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, bróðurdóttir Tómasar, f. 12. apríl 1912, d. 26. júlí 1982.

Rósa var með foreldrum sínum, en fór unglingur til mennta í Reykjavík.
Hún varð stúdent í máladeild Menntaskólans í Reykjavík 1948 og í stærðfræðideild 1949, var Exam. pharm í Lyfjafræðingaskóla Íslands 1951 og cand. pharm. í Danmarks pharmaceutiske højskole 1954.
Rósa var aðstoðarlyfjafræðingur í Apóteki Vestmannaeyja 1951-1952 og lyfjafræðingur í sama apóteki 1954-1955. Hún var lyfjafræðingur í Laugavegsapóteki 1955-1960, Ingólfsapóteki 1962-1963, var staðgengill lyfsala í Apóteki Vestmannaeyja sumrin 1960-1963 og lyfjafræðingur í Vesturbæjarapóteki 1963-1983.
Rósa var lyfsali í Nesapóteki á Seltjarnarnesi 1983-1999.
Hún var í stjórn Lyfjafræðingafélags Íslands frá 1970-1975, formaður 1971-1972.
Þau Gunnar giftu sig 1958, eignuðust þrjú börn.
Gunnar Hafsteinn lést 2011 og Rósa 2023.

I. Maður Magneu Rósu, (6. september 1958), var Gunnar Hafsteinn Bjarnason frá Hafnarfirði, vélaverkfræðingur, f. 22. september 1927, d. 19. apríl 2011. Foreldrar hans voru Bjarni Matthías Jóhannesson skipstjóri í Hafnarfirði, f. 16. apríl 1890 á Hesti í Önundarfirði, d. 14. október 1954, og kona hans Sigríður Magnúsdóttir frá Skuld í Hafnarfirði, húsfreyja, f. þar 24. október 1895, d. 1. febrúar 1970.
Börn þeirra:
1. Sigríður Erla Gunnarsdóttir leikhúsfræðingur í Reykjavík, f. 26. desember 1958. Sambúðarmaður hennar Bjarni Guðbjörnsson sagnfræðingur.
2. Áslaug Gunnarsdóttir kennari, f. 3. nóvember 1960. Maður hennar Sigurður Ingi Sigurðsson húsgagnasmiður.
3. Agnar Darri Gunnarsson vélaverkfræðingur í Eyjum, tæknistjóri, f. 23. júlí 1964. Kona hans Inga Kristrún Gottskálksdóttir kennari.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 24. febrúar 2023. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.