Guðbjörg G. Kolka

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. janúar 2023 kl. 14:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. janúar 2023 kl. 14:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðbjörg G. Kolka“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Guðmundsdóttir Kolka húsfreyja fæddist 8. október 1888 og lést 12. júní 1974.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson bóndi í Hvítanesi og í Hvammsvík í Kjósarhreppi, Kjós., síðar verslunarmaður og smiður í Reykjavík, f. 30. nóvember 1850, d. 12. mars 1934, og kona hans Jakobína Jakobsdóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1857, d. 18. mars 1931.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku, í Hvammsvík og Reykjavík.
Þau Páll giftu sig 1916, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Reykjavík, fluttu til Eyja 1920, bjuggu á Þorvaldseyri við Vestmannabraut 35, síðan á Sólvöllum við Kirkjuveg 27 til 1934, í Blönduóshéraði 1934-1960, síðan í Reykjavík.
Páll lést 1971 og Guðbjörg 1974.

ctr


Páll Kolka og Guðbjörg G. Kolka.

I. Maður Guðbjargar, (3. nóvember 1916), var Páll V. G. Kolka læknir, f. 25. janúar 1895 á Torfalæk á Ásum í Torfalækjarhreppi, A.-Hún., d. 19. júlí 1971 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Guðmundur P. Kolka kaupmaður á Blönduósi, síðar útgerðarmaður í Reykjavík, f. 21. október 1917, d. 23. mars 1957. Kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, látin.
2. Jakobína Perla Kolka skrifstofustjóri, húsfreyja í Reykjavík, f. 31. maí 1924, d. 3. desember 2020. Fyrrum maður hennar Haraldur Kristjánsson. Maður hennar Stefán Sörenson, látinn.
3. Ingibjörg P. Kolka húsfreyja í Hafnarfirði, f. 1. febrúar 1926. Maður hennar Zophonías Ásgeirsson, látinn.
4. Halldóra P. Kolka gjaldkeri í Reykjavík, f. 3. september 1929. Fyrrum maður hennar Hans Júlíusson. Maður hennar Ari Guðbrandur Guðbrandsson Ísberg, látinn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.