Halldóra P. Kolka Ísberg

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Halldóra P. Kolka)
Fara í flakk Fara í leit
Halldóra P. Kolka Ísberg.

Halldóra Pálsdóttir Kolka Ísberg frá Sólvöllum við Kirkjuveg 27, húsfreyja, aðalféhirðir fæddist þar 3. september 1929 og lést 20. september 2007.
Foreldrar hennar voru Páll Valdimar Kolka læknir, f. 25. janúar 1895 á Torfalæk, A.-Hún., d. 9. júlí 1971, og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir Kolka frá Hvammsvík í Kjós., húsfreyja, f. 8. október 1888, d. 12. júní 1974.

Börn Guðbjargar og Páls:
1. Guðmundur P. Kolka kaupmaður á Blönduósi, síðar útgerðarmaður í Reykjavík, f. 21. október 1917, d. 23. mars 1957. Kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, látin.
2. Jakobína Perla Kolka skrifstofustjóri, húsfreyja í Reykjavík, f. 31. maí 1924, d. 3. desember 2020. Fyrrum maður hennar Haraldur Kristjánsson. Maður hennar Stefán Sörenson, látinn.
3. Ingibjörg P. Kolka húsfreyja í Hafnarfirði, f. 1. febrúar 1926. Maður hennar Zophonías Ásgeirsson, látinn.
4. Halldóra P. Kolka gjaldkeri í Reykjavík, f. 3. september 1929. Fyrrum maður hennar Hans Júlíusson. Maður hennar Ari Guðbrandur Guðbrandsson Ísberg, látinn.

Halldóra var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Blönduóss 1934.
Hún lauk prófum í Kvennaskólanum í Reykjavík 1947.
Halldóra vann á skrifstofu Sanítas í Reykjavík í 9 ár, varð síðar gjaldkeri og aðalféhirðir Háskóla Íslands.
Þau Hans giftu sig og skildu.
Þau Ari giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Ari lést 1999 og Halldóra 2007.

I. Maður Halldóru, (skildu), var Hans Júlíusson, f. 23. júní 1931, d. 20. ágúst 2014. Foreldrar hans voru Júlíus Ágúst Jónsson, f. 19. júlí 1908, d. 13. september 1982, og Guðríður Hansdóttir, f. 15. ágúst 1903, d. 15. júlí 1971.
Þau voru barnlaus.

II. Maður Halldóru var Ari G. Ísberg lögfræðingur, f. 16. september 1925 að Möðrufelli í Eyjafirði, d. 27. júní 1999. Foreldrar hans voru Guðbrandur Ísberg , f. 28. maí 1893, d. 13. janúar 1984, og kona hans Árnína Jónsdóttir Ísberg húsfreyja, f. 27. janúar 1898, d. 3. október 1941.
Börn þeirra:
1. Páll Kolka Ísberg, f. 9. mars 1958. Kona hans Ásta Bárðardóttir.
2. Baldur Ingi Ísberg, f. 8. febrúar 1960. Kona hans Ósk Þorsteinsdóttir.
3. Guðbrandur Árni Ísberg, f. 21. ágúst 1965. Maki hans Bjarni Viðar Sigurðsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Morgunblaðið 1. október 2007. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.