Guðmundur P. Kolka
Guðmundur Pálsson Kolka kaupmaður, útgerðarmaður fæddist 21. október 1917 og lést 23. mars 1957.
Foreldrar hans voru Páll Valdimar Kolka læknir, f. 25. janúar 1895 á Torfalæk, A.-Hún., d. 9. júlí 1971, og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir Kolka frá Hvammsvík í Kjós., húsfreyja, f. 8. október 1888, d. 12. júní 1974.
Börn Guðbjargar og Páls:
1. Guðmundur P. Kolka kaupmaður á Blönduósi, síðar útgerðarmaður í Reykjavík, f. 21. október 1917, d. 23. mars 1957.Kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, látin.
2. Jakobína Perla Kolka skrifstofustjóri, húsfreyja í Reykjavík, f. 31. maí 1924, d. 3. desember 2020. Fyrrum maður hennar Haraldur Kristjánsson. Maður hennar Stefán Sörenson, látinn.
3. Ingibjörg P. Kolka húsfreyja í Hafnarfirði, f. 1. febrúar 1926. Maður hennar Zophonías Ásgeirsson, látinn.
4. Halldóra P. Kolka gjaldkeri í Reykjavík, f. 3. september 1929. Fyrrum maður hennar Hans Júlíusson. Maður hennar Ari Guðbrandur Guðbrandsson Ísberg, látinn.
Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk námi í Verslunarskóla Íslands.
Guðmundur var kaupmaður í Hemmertshúsi á Blönduósi, síðar var hann útgerðarmaður í Reykjavík.
Þau Ingibjörg giftur sig 1939, eignuðust tvö börn og Guðmundur átti barn með Unni.
Guðmundur lést af slysförun í Glasgow í Skotlandi 1957. Ingibjörg lést 2005.
I. Kona Guðmundar, (3. nóvember 1939), var Ingibjörg Jónsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, f. 3. nóvember 1916, d. 14. nóvember 2005. Foreldrar hennar voru Jón Árnason skipstjóri í Reykjavík, f. 28. september 1877, d. 23. júlí 1943, og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1877, d. 24. október 1954.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Kolka húsfreyja á Hvanná á Jökuldal, N.-Múl., f. 18. ágúst 1940. Fyrrum maður hennar Guðjón Pálsson. Maður hennar Jón Viðar Einarsson, látinn.
2. Ragnhildur Jóna Kolka húsfreyja í Reykjavík, f. 31. maí 1942. Fyrrum maður hennar Marvin Elmer Wallace.
II. Barnsmóðir Guðmundar er Unnur Fenger Johnsdóttir skrifstofumaður í Reykjavík, f. 20. mars 1932.
Barn þeirra:
3. Guðmundur Kristján Kolka stærðfræðingur, f. 3. desember 1957.. Kona hans Kristín Halla Sigurðardóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
- Prestþjónustubækur.
- Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.