Ingibjörg P. Kolka

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ingibjörg P. Kolka.

Ingibjörg Pálsdóttir Kolka frá Sólvöllum við Kirkjuveg 27, húsfreyja, starfsmaður við ljósmyndir fæddist þar 1. febrúar 1926 og lést 12. mars 2015 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Páll Valdimar Kolka læknir, f. 25. janúar 1895 á Torfalæk, A.-Hún., d. 9. júlí 1971, og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir Kolka frá Hvammsvík í Kjós., húsfreyja, f. 8. október 1888, d. 12. júní 1974.

Börn Guðbjargar og Páls:
1. Guðmundur P. Kolka kaupmaður á Blönduósi, síðar útgerðarmaður í Reykjavík, f. 21. október 1917, d. 23. mars 1957. Kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, látin.
2. Jakobína Perla Kolka skrifstofustjóri, húsfreyja í Reykjavík, f. 31. maí 1924, d. 3. desember 2020. Fyrrum maður hennar Haraldur Kristjánsson. Maður hennar Stefán Sörenson, látinn.
3. Ingibjörg P. Kolka húsfreyja í Hafnarfirði, f. 1. febrúar 1926. Maður hennar Zophonías Ásgeirsson, látinn.
4. Halldóra P. Kolka gjaldkeri í Reykjavík, f. 3. september 1929. Fyrrum maður hennar Hans Júlíusson. Maður hennar Ari Guðbrandur Guðbrandsson Ísberg, látinn.

Ingibjörg var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Blönduóss 1934.
Hún stundaði gagnfræðanám í Steinnesi, lauk námi í Kvennaskólanum á Blönduósi.
Hún hélt til Reykjavíkur 1946, starfaði á Ljósmyndastofu Lofts Guðmundssonar móðurbróður síns. Hún flutti til Blönduóss 1947, vann m.a. í Apótekinu.
Síðar tók hún að sér heimaverkefni í ljósmyndun með húsfreyjustörfum sínum.
Þau Bergsteinn eignuðust barn 1947.
Þau Zophonías giftu sig 1951, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Blönduósi, þá við Garðastræti í Reykjavík, fluttu til Hafnarfjarðar 1959, bjuggu við Holtsgötu, síðar við Smárahvamm, en fluttu að síðustu að Hrafnistu.
Zophonías lést 2013 og Perla 2020.

I. Barnsfaðir Ingibjargar var Bergsteinn Sigurðsson frá Hjallanesi í Landsveit, trésmiður, f. 11. maí 1919, d. 11. nóvember 2003.
Barn þeirra:
1. Ingibjörg Sólveig Kolka Bergsteinsdóttir, f. 15. október 1947. Maður hennar Jón Bjarnason.

II. Maður Ingibjargar, (3. nóvember 1951), var Zophonías Ásgeirsson frá Blönduósi, sjómaður, vélstjóri, f. 1. júní 1924, d. 27. september 2013. Foreldrar hans voru Ásgeir Þorvaldsson múrarameistari, f. 4. ágúst 1881 á Hjaltabakka í Hún., d. 25. janúar 1862 í Reykjavík, og kona hans Hólmfríður Zophoníasdóttir frá Blönduósi, húsfreyja, f. 9. júní 1889, d. 5. apríl 1957.
Börn þeirra:
2. Hólmfríður Kolka Zophoníasdóttir, f. 12. júlí 1954. Maður hennar Böðvar Guðmundsson.
3. Guðmundur Kolka Zophoníasson, f. 2. mars 1959. Hann á tvö börn.
4. Guðríður Kolka Zophoníasdóttir, f. 19. maí 1964. Fyrrum maður Pétur Júlíus Halldórsson. Unnusti hennar Jón Bjarki Bentsson


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Morgunblaðið 24. mars 2015. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.