Júlíus Einarsson (Siglufirði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. janúar 2023 kl. 17:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. janúar 2023 kl. 17:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Júlíus Einarsson (Siglufirði)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Júlíus Einarsson sjómaður, útgerðarmaður á Siglufirði fæddist 15. maí 1901 og drukknaði 29. september 1941.
Foreldrar hans voru Einar Friðsteinn Jóhannesson frá Sveinungavík á Melrakkanesi í N-Þing., bóndi í Nýjabæ í Bakkafirði og síðar í Viðvík, N-Múl., f. 10. desember 1868, d. 23. september 1947, og kona hans Margrét Albertsdóttir, f. 8. október 1878, d. 24. ágúst 1955.

Börn Margrétar og Einars:
1. Jóhann Júlíus Einarsson, f. 5. janúar 1896, d. 28. maí 1897.
2. Þórunn Soffía Einarsdóttir húsfreyja í Uppsölum, f. 17. apríl 1898, d. 20. nóvember 1970.
3. Jóhann Júlíus Einarsson sjómaður, útgerðarmaður á Siglufirði, f. 15. maí 1901, drukknaði 29. september 1941.
4. Albert Steinþór Einarsson sjómaður í Viðvík, N.-Múl., f. 12. september 1906, d. 7. desember 1926.
5. Kristján Jóhannes Einarsson húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 8. maí 1916, d. 21. maí 2000.

Júlíus var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1919, bjó með þeim á Gilsbakka við Heimagötu 20 1920.
Þau Ingibjörg giftu sig 1930 á Siglufirði, eignuðust sex börn. Þau bjuggu síðast við Lindargötu 32 á Siglufirði.
Jóhann Júlíus drukknaði 1941, fórst með vélbátnum Pálma í fiskiróðri út af Siglufirði.

I. Kona Júlíusar, (7. júní 1930), var Júlíana Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, ráðskona, f. 25. júní 1912 á Ljósalandi í Vopnafirði, síðast í Keflavík, d. 6. apríl 1999. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónasson, f. 30. júlí 1865, d. 22. febrúar 1935 og Kristjana Halldórsdóttir, f. 10. október 1892, d. 18. ágúst 1970.
Börn þeirra:
1. Sigríður Júlíusdóttir húsfreyja, f. 16. ágúst 1930, d. 7. febrúar 2020. Maður hennar Halldór Pétursson, látinn. Sambúðarmaður hennar Gísli Emilsson.
2. Sigríður Sólborg Júlíusdóttir húsfreyja, f. 24. mars 1932, d. 28. mars 2020. Fyrrum maður hennar Gunnar Grétar Jóhannsson. Maður hennar Bjarni Páll Óskarsson.
3. Kristján Lindberg Júlíusson prentmyndasmiður, verslunarmaður, f. 30. júlí 1933, d. 6. ágúst 2013. Fyrrum kona hans Sigurbjörg Jóhannesdóttir. Kona hans Aðalheiður Gunter
4. Steinþór Júlíusson skrifstofumaður, bæjarritari, bæjarstjóri í Keflavík, f. 6. apríl 1938, d. 24. janúar 2001. Kona hans Sigrún Hauksdóttir.
5. Jón Bergmann Júlíusson húsasmíðameistari, f. 5. september 1939. Kona hans Eygló Björg Ólafsdóttir.
6. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, f. 13. júní 1941. Maður hennar Friðrik Hermann Friðriksson.
Barn Ingibjargar:
7. Kristján Erlingur Rafn Björnsson, f. 23. nóvember 1944. Kona hans Kolbrún Leifsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.