Einar Friðsteinn Jóhannesson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einar Friðsteinn Jóhannesson frá Sveinungavík á Melrakkasléttu, N.-Þing., verkamaður á Gilsbakka fæddist 5. desember 1867 á Ormalóni í Þistilfirði og lést 23. september 1947.
Foreldrar hans voru Jóhannes Jónsson húsmaður í Sveinungavík, síðar bóndi á Ormarslóni og Leirlæk, f. 1831, d. 27. apríl 1894, og kona hans Þórunn Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1837, d. 14. desember 1898.

Systir Einars var Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja í Miðfjarðarnesi, síðar ekkja í Eyjum, f. 31. júlí 1862, d. 28. júní 1938.

Þau Margrét giftu sig 1896, eignuðust fimm börn, en fyrsta barn þeirra dó nýfætt. Þau bjuggu í Nýjabæ í Skeggjastaðasókn í N.-Múl. 1901, í Viðvík í Bakkafirði þar 1910.
Þau fluttu til Eyja 1919 með þrjú börn, bjuggu á Gilsbakka 1920, fluttu til Viðvíkur 1923, en til Reykjavíkur 1935. Þau Margrét bjuggu síðast á Laugarnesvegi 64.
Einar lést 1947 og Margrét 1955.

I. Kona Einars, (16. júní 1896), var Margrét Albertsdóttir frá Eiði á Langanesi, húsfreyja, f. 8. október 1878, d. 24. ágúst 1955. Foreldrar hennar voru Albert Jón Finnsson bóndi, f. 21. október 1849, d. 7. mars 1906, og kona hans Guðrún Soffía Eymundsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1852, d. 17. ágúst 1919.
Börn þeirra:
1. Jóhann Júlíus Einarsson, f. 5. janúar 1896, d. 28. maí 1897.
2. Þórunn Soffía Einarsdóttir húsfreyja í Uppsölum, f. 17. apríl 1898, d. 20. nóvember 1970.
3. Jóhann Júlíus Einarsson sjómaður, útgerðarmaður á Siglufirði, f. 15. maí 1901, drukknaði 29. september 1941.
4. Albert Steinþór Einarsson sjómaður í Viðvík, N.-Múl., f. 12. september 1906, d. 7. desember 1926.
5. Kristján Jóhannes Einarsson húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 8. maí 1916, d. 21. maí 2000.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 26. maí 2000. Minning Kristjáns Einarssonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.