Kristján Einarsson (Gilsbakka)
Kristján Jóhannes Einarsson frá Gilsbakka, húsasmíðameistari fæddist
8. maí 1916 í Viðvík í Bakkafirði, N.-Múl. og lést 21. maí 2000 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Einar Friðsteinn Jóhannesson verkamaður, bóndi, f. 5. desember 1867 á Ormalóni í Þistilfirði, d. 23. september 1947, og kona hans Margrét Albertsdóttir frá Eiði á Langanesi, húsfreyja, f. 8. október 1878, d. 24. ágúst 1955.
Börn Margrétar og Einars:
1. Jóhann Júlíus Einarsson, f. 5. janúar 1896, d. 28. maí 1897.
2. Þórunn Soffía Einarsdóttir húsfreyja í Uppsölum, f. 17. apríl 1898, d. 20. nóvember 1970.
3. Jóhann Júlíus Einarsson sjómaður, útgerðarmaður á Siglufirði, f. 15. maí 1901, drukknaði 29. september 1941.
4. Albert Steinþór Einarsson sjómaður í Viðvík, N.-Múl., f. 12. september 1906, d. 7. desember 1926.
5. Kristján Jóhannes Einarsson húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 8. maí 1916, d. 21. maí 2000.
Kristján var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1919, að Viðvík í Bakkafirði 1923 og til Reykjavíkur 1935.
Hann lærði húsasmíði hjá Sigurði Halldórssyni, lauk sveinsprófi 1941 og fékk meistarabréf 1946.
Kristján vann við iðn sína til 1965, en varð þá húsvörður og meðhjálpari í Langholtskirkju og starfaði þar til 1993.
Meðal verkefna Kristjáns var uppbygging Árbæjarsafns og fyrsti áfangi Langholtskirkju, þeim hluta, sem nú er safnaðarheimilið.
Kristján var einn af stofnendum Meistarafélags húsasmiða í Reykjavík, Bræðrafélags Langholtskirkju og Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis. Hann sat í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins um áratuga skeið.
Kristján flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði 1998.
Þau Sigríður giftu sig 1942, eignuðust fjögur börn, en fyrsta barn þeirra dó nýfætt. Þau bjuggu lengst við Laugaveg. Sigríður lést 1962.
Þau Ragnheiður hófu sambúð 1963. Hún lést 1990.
Kristján lést 2000.
I. Kona Kristjáns, (31. júlí 1942), var Sigríður Bjarnadóttir frá Búðardal, húsfreyja, f. 29. janúar 1919, d. 17. desember 1962. Foreldrar hennar voru Bjarni Magnússon, f. 24. nóvember 1870, d. 20. nóvember 1960, og Solveig Ólafía Árnadóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1889, d. 19. júlí 1973.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. 26. apríl 1941, d. 26. apríl 1941.
2. Erna Margrét Kristjánsdóttir, f. 15. apríl 1943. Fyrrum maður hennar Trausti Jóhannesson. Sambúðarmaður hennar Símon Ágúst Sigurðsson.
3. Ómar Árni Kristjánsson, f. 22. febrúar 1949. Sambúðarkona hans Anna Kristbjörnsdóttir.
4. Sólveig Kristjánsdóttir, f. 23. maí 1954. Fyrrum maður hennar Eyvindur Ólafsson. Maður hennar Sigþór Ingólfsson.
II. Síðari kona Kristjáns, (hófu sambúð 1963), var Ragnheiður Þórólfsdóttir, f. 21. október 1915, d. 4. september 1990.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 26. maí 2000. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.