Magnea Sjöberg

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. október 2022 kl. 11:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. október 2022 kl. 11:17 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Magnea Sjöberg.

Magnea Þuríður Matthilda Sjöberg á Hól fæddist 16. júlí 1909 og lést 16. janúar 1998. Eiginmaður hennar var Friðrik Jesson. Síðustu ár sín bjó hún að Hraunbúðum.

Frekari umfjöllun

Magnea Þuríður Matthilda Sjöberg húsfreyja á Hól við Miðstræti 5a fæddist 16. júlí 1909 í Reykjavík og lést 16. janúar 1998 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Alexander Vilhelm Sjöberg vélstjóri á sænska björgunarskipinu Geir, f. 1885, og kona hans Soffía Þórðardóttir kaupkona, f. 24. júlí 1887, d. 22. september 1964.

Magnea var með móður sinni í æsku, í Reykjavík og fluttist með henni til Eyja 1925, bjó með henni og Ásgrími fósturföður sínum í Langholti við Vestmannabraut 48a.
Hún var vetrarlangt í húsmæðraskóla í Danmörku.
Magnea átti gildan þátt í leikstarfsemi í Eyjum. Hún var starfsmaður Náttúrugripasafns Vestmannaeyja.
Þau Friðrik giftu sig 1930, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Hól við Miðstræti, en síðan í Hrauntúni 31.
Magnea dvaldi síðar í Hraunbúðum, en var að síðust á Sjúkrahúsinu.
Friðrik lést 1992 og Magnea 1998.

I. Maður Magneu, (5. apríl 1930), var Gísli Friðrik Jesson frá Hól, íþróttakennari, f. 14. maí 1906, d. 3. september 1992.
Börn þeirra:
1. Ása Soffía Friðriksdóttir húsfreyja, f. 16. september 1930, d. 21. ágúst 2021. Maður hennar Gísli Ágúst Hjörleifsson, látinn.
2. Jessý Friðriksdóttir húsfreyja, f. 9. apríl 1934, d. 27. júlí 2022. Maður hennar |Guðmundur Trausti Jakobsson, látinn.
3. Ágústa Þyrí Friðriksdóttir húsfreyja, starfsmaður Náttúrugripasafnsins í Eyjum, f. 27. október 1944. Maður hennar Kristján Egilsson.
4. Brynhildur Friðriksdóttir húsfreyja, f. 2. september 1948. Maður hennar Ingi T. Björnsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 24. janúar 1998. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – Niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.



Myndir