Brynhildur Friðriksdóttir
Brynhildur Friðriksdóttir frá Hóli við Miðstræti 5a, húsfreyja, myndlistarmaður fæddist 2. september 1948.
Foreldrar hennar voru Friðrik Jesson frá Hóli, íþróttakennari, forstöðumaður Náttúrugripasafns Vestmannaeyja, f. 14. maí 1906, d. 3. september 1992, og kona hans Magnea Sjöberg húsfreyja, leikkona, starfsmaður Náttúrugripasafnsins, f. 16. júlí 1909, d. 16. janúar 1998.
Börn Magneu og Friðriks:
1. Ása Soffía Friðriksdóttir húsfreyja, f. 16. september 1930, d. 21. ágúst 2021. Maður hennar Gísli Ágúst Hjörleifsson, látinn.
2. Jessý Friðriksdóttir húsfreyja, f. 9. apríl 1934, d. 27. júlí 2022. Maður hennar Guðmundur Trausti Jakobsson.
3. Ágústa Þyri Friðriksdóttir húsfreyja, íþróttakennari, ritari, f. 27. október 1944. Maður hennar Kristján Egilsson.
4. Brynhildur Friðriksdóttir húsfreyja, myndlistarmaður, f. 2. september 1948. Maður hennar Ingi T. Björnsson.
Brynhildur var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1964, var skiptinemi í Bandaríkjunum 1965-1966, lærði tækniteiknun í Iðnskólanum í Reykjavík 1972-1973.
Brynhildur var í myndlistarnámi í Myndlistarskóla Kópavogs í tvo vetur, hélt sýningar á verkum sínum í Eyjuum 2011 og í Reykjavík 2013, tók einnig þátt í samsýningum í Eyjum og Reykjavík.
Brynhildur vann í Útvegsbankanum í Reykjavík 1967-1969.
Þau Ingi fluttu til Eyja 1973. Hún vann hjá Bænum við teikningar til 2016 með hléum.
Þau giftu sig 1969, eignuðust þrjú börn. Þau hafa búið við Sóleyjargötu í Eyjum.
I. Maður Brynhildar, 5. apríl 1969), er Ingi Tómas Björnsson frá Neskaupstað, fyrrverandi skattstjóri í Eyjum, f. 11. september 1946.
Börn þeirra:
1. Inga Lára Ingadóttir ráðgjafi á Vogi í Reykjavík, f. 31. október 1969. Barnsfaðir hennar Kjartan Þór Ársælsson. Fyrrum maður hennar Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarmaður.
2. Magni Freyr Ingason tónlistar- og myndlistarmaður, f. 9. október 1977, ókvæntur.
3. Eva Lind Ingadóttir læknir, f. 11. nóvember 1982, ógift.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Brynhildur.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.