Trausti Jakobsson (Höfðahúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur Trausti Jakobsson.

Guðmundur Trausti Jakobsson frá Höfðahúsi við Vesturveg 8, húsamíðameistari fæddist þar 5. febrúar 1933 og lést 3. júní 2011.
Foreldrar hans voru Jakob Elías Guðmundsson frá Þórshöfn í Færeyjum, verkamaður, vélstjóri, f. 19. nóvember 1901, d. 30. nóvember 1975, og kona hans María Karólína Jóhannsdóttir frá Höfðahúsi, húsfreyja, f. 16. febrúar 1912, d. 30. nóvember 1979.

Börn Maríu og Jakobs:
1. Guðmundur Trausti Jakobsson húsasmíðameistari, f. 5. febrúar 1933, d. 3. júní 2011.
2. Jóhann Ævar Jakobsson málarameistari, rithöfundur, f. 22. ágúst 1937, d. 28. júlí 2014.

Trausti var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði húsasmíði og öðlaðist meistararéttindi í greininni.
Trausti vann við iðn sína.
Þau Jessý giftu sig 1954, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Heiðarvegi 24, síðan við Hólagötu 25.
Trausti lést 2011 og Jessý 2022.

I. Kona Trausta, (12. desember 1954), var Jessý Friðriksdóttir frá Hóli, húsfreyja, f. 9. apríl 1934, d. 27. júlí 2022.
Börn þeirra:
1. Magnea Traustadóttir húsfreyja, starfsmaður sjúkrahússins, f. 2. nóvember 1954. Maður hennar Friðbjörn Ólafur Valtýsson.
2. María Traustadóttir verkakona, f. 3. janúar 1961. Fyrrum maður hennar Ágúst Ármann Eiríksson.
3. Trausti Friðrik Traustason grafískur hönnuður, f. 21. september 1965. Barnsmóðir hans Jónína Kristín Ármannsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.