Magnúsína Ágústsdóttir (Helli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. september 2022 kl. 17:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. september 2022 kl. 17:33 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Magnúsína Ágústsdóttir frá Helli við Vestmannabraut 13b, húsfreyja, fæddist þar 19. mars 1946.
Foreldrar hennar voru Ágúst Eiríksson Hannesson frá Hvoli við Urðaveg, húsgagnasmiður, f. 2. ágúst 1927, fórst með flugvélinni Glitfaxa 31. janúar 1951, og unnusta hans Oddný Guðrún Sigurðardóttir frá Helli, síðar húsfreyja í Hafnarfirði, f. 28. ágúst 1927, d. 5. nóvember 1878.

Börn Oddnýjar og Ágústs:
1. Guðrún Helga Ágústsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 18. september 1944 í Helli, d. 31. júlí 2022. Maður hennar [[Stefán Ð. SigurðssonStefán Sigurðsson.
2. Magnúsína Ágústsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 19. mars 1946 í Helli.
3. Oktavía Ágústsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, snyrtifræðingur, f. 13. júní 1947 í Helli. Maður hennar Karl Kristjansen.
4. Stúlka, f. 13. maí 1951 á sjúkrahúsinu í Eyjum, d. 20. júní 1951. Barn Ágústs og Báru Þórðardóttur:
5. Þór Hafdal Ágústsson bókbandsmeistari, síðar fangavörður og deildarstjóri á Litla-Hrauni, f. 8. febrúar 1944 á Spákelsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu. Fyrri kona hans var Kolbrún Kristófersdóttir húsfreyja, síðar Cerasi, f. 29. febrúar 1946. Síðari kona Þórs er Jensína Jensdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 24. apríl 1953.

Magnúsína var með foreldrum sínum, en faðir hennar fórst í flugslysi, er hún var á fimmta árinu. Hún var með móður sinni og móðurmóður sinni Oktavíu.
Magnúsína varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1963.
Hún vann við afgreiðslu í Versluninni Borg og 30 ár í Apótekinu. Síðar vann hún á skrifstofu Rafveitunnar.
Þau Kristján giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Kirkjubæjarbraut 3, Búastaðabraut 7 við Gos 1973, síðar á Höfðavegi 33.

I. Maður Magnúsínu, (31. desember 1964), er Kristján Gunnar Ólafsson framkvæmdastjóri, bifvélavirki, löggiltur bílasali, f. 22. ágúst 1945.
Börn þeirra:
1. Ágústa Kristjánsdóttir snyrtifræðingur í Reykjavík, f. 28. september 1964. Maður hennar Gylfi Þór Rútsson.
2. Ásta Kristjánsdóttir kennari í Garðabæ, f. 20. febrúar 1970. Maður hennar Gunnar Guðni Leifsson.
3. Helga Kristjánsdóttir kennari í Garðabæ, f. 8. ágúst 1973 í Reykjavík. Fyrrum maður hennar Heimir Örn Hafsteinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.