Sigríður Þórðardóttir (Engidal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. ágúst 2024 kl. 11:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. ágúst 2024 kl. 11:25 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Sveinbjörg Þórðardóttir frá Engidal, húsfreyja, ræstingastjóri fæddist þar 4. júní 1954.
Foreldrar hennar voru Þórður Sveinsson sjómaður, netagerðarmaður, f. 3. október 1902, d. 19. apríl 1967, og kona hans Elín Jónsdóttir frá Ólafshúsum, húsfreyja, f. 6. ágúst 1910, d. 6. mars 1993.

Börn Elínar og Þorvarðar fyrri manns hennar:
1. Jórunn Erla Þorvarðardóttir, f. 2. nóvember 1929.
2. Ríkharður Ingvi, dó kornabarn.
3. Hilmir Þorvarðarson, f. 26. september 1934, d. 7. desember 2019.
Börn Elínar og síðari manns hennar, Þórðar Sveinssonar:
4. Þorvarður Þórðarson, f. 13. janúar 1946.
5. Sigríður Sveinbjörg Þórðardóttir, f. 4. júní 1954.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum, vann v ið fiskiðnað, í verslun og á leikskólanum Sóla, en var síðan ræstingastjóri við Sjúkrahúsið.
Þau Ólafur giftu sig 1972, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Heiðarvegi 46, Kirkjubæjarbraut 5 og síðan í Sólheimatungu við Brekastíg 14.
Ólafur lést 1997.
Þau Sigurður Þór giftu sig 2005, búa í Sólheimatungu.

Sigríður Sveinbjörg er tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (4. júní 1972), var Ólafur Diðrik Þorsteinsson frá Arnarfelli, f. 14. janúar 1951, d. 11. október 1997.
Börn þeirra:
1. Guðrún Lilja Ólafsdóttir húsfreyja, starfsmaður á virknisstöðinni Heimaey, f. 26. janúar 1975. Maður hennar Halldór Jón Sævarsson Sveinssonar Matthíassonar.
2. Elín Þóra Ólafsdóttir húsfreyja, matráður á leikskólanum Sóla, f. 18. nóvember 1980. Maður hennar Arnar Ingi Ingimarsson Georgssonar Skæringssonar.

II. Síðari maður Sigríðar Sveinbjargar, (26. janúar 2005), er Sigurður Þór Sveinsson Magnússonar, f. 23. mars 1951.
Þau eiga ekki börn saman.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.