Þorvarður Þórðarson (Engidal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorvarður Þórðarson frá Engidal plötu- og ketilsmiður fæddist 13. janúar 1946 á Kirkjubóli.
Foreldrar hans voru Þórður Sveinsson sjómaður, netagerðarmaður, f. 3. október 1902, d. 19. apríl 1967, og kona hans Elín Jónsdóttir frá Ólafshúsum, húsfreyja, f. 6. ágúst 1910, d. 6. mars 1993.

Börn Elínar og Þorvarðar fyrri manns hennar:
1. Jórunn Erla, f. 2. nóvember 1929.
2. Ríkharður Ingvi, dó kornabarn.
3. Hilmir Þorvarðarson, f. 26. september 1934, d. 7. desember 2019.
Börn Elínar og síðari manns hennar, Þórðar Sveinssonar:
4. Þorvarður Þórðarson, f. 13. janúar 1946.
5. Sigríður Sveinbjörg Þórðardóttir, f. 4. júní 1954.

Þorvarður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann hóf járnsmíðanám í Magna 16 ára, varð sveinn 1966 og fékk meistarabréf 1969.
Hann var í og með til sjós á þessum árum, fór í land 1970, varð vélstjóri 1970, var til sjós í eitt til tvö ár, en síðan í Magna til Goss.
Þorvarður vann síðan við iðn sína í Þorlákshöfn.
Þau Vigdís giftu sig 1970, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Eyjum að Kirkjuvegi 88 til Goss, en fluttu þá til Þorlákshafnar.
Í Þorlákshöfn bjuggu þau í fyrstu í svokölluðum Búrfellshúsum, en síðan að Eyjahrauni 29.

I. Kona Þorvarðar, (21. nóvember 1970), er Vigdís Kjartansdóttir frá Túnsbergi, húsfreyja, f. 4. september 1946. Börn þeirra:
1. Kjartan Þorvarðarson verkstjóri, f. 13. desember 1970 í Eyjum. Fyrrum kona hans Svala Ósk Sævarsdóttir.
2. Þórður Þorvarðarson vinnur við fiskeldi, f. 27. nóvember 1971 í Eyjum.
3. Kristín Ólöf Þorvarðardóttir húsfreyja í Bjarkarlaut á Skeiðum, f. 25. mars 1973. Maður hennar Gunnþór Kristján Guðfinnsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.