Ólafur Þorsteinsson (Arnarfelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ólafur Diðrik Þorsteinsson.

Ólafur Diðrik Þorsteinsson frá Arnarfelli við Skólaveg 29, húsgagnasmiður fæddist þar 14. janúar 1951 og lést 11. október 1997 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Kristinn Gíslason frá Görðum, skipstjóri, f. 5. maí 1902 á Eskifirði, d. 21. maí 1971, og kona hans Guðrún Lilja Ólafsdóttir frá Strönd, húsfreyja, f. þar 30. júlí 1911, d. 2. apríl 1993.

Börn Guðrúnar Lilju og Þorsteins:
1. Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 6. ágúst 1931, d. 27. mars 2012.
2. Gísli Guðni Þorsteinsson, f. 14. september 1932, d. í júní 1933.
3. Erna Þorsteinsdóttir, f. 18. ágúst 1936. d. 2. janúar 2012.
4. Hulda Þorsteinsdóttir, f. 17. febrúar 1940.
5. Þorsteinn Gísli Þorsteinsson, f. 22. nóvember 1943, d. 17. ágúst 2022.
6. Ólafur Diðrik Þorsteinsson, f. 14. janúar 1951. d. 11. október 1997.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði húsgagnasmíði og vann við iðn sína.
Þau Sigríður giftu sig 1972, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Heiðarvegi 46, Kirkjubæjarbraut 5 og síðast í Sólheimatungu við Brekastíg 14.
Ólafur lést 1997.

Kona Ólafs Diðriks, (4. júní 1972), er Sigríði Þórðardóttur húsfreyja, ræstingastjóri.
Börn þeirra:
1. Guðrún Lilja Ólafsdóttir húsfreyja, starfsmaður á virknisstöðinni Heimaey, f. 26. janúar 1975. Maður hennar Halldór Jón Sævarsson Sveinssonar Matthíassonar.
2. Elín Þóra Ólafsdóttir húsfreyja, matráður á leikskólanum Sóla, f. 18. nóvember 1980. Maður hennar Arnar Ingi Ingimarsson Georgssonar Skæringssonar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.