Elín Þóra Ólafsdóttir (Sólheimatungu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Elín Þóra Ólafsdóttir, húsfreyja, matartæknir, matsveinn á leikskólanum Sóla, fæddist 18. nóvember 1980.
Foreldrar hennar Ólafur Diðrik Þorsteinsson, húsgagnasmiður, f. 14. janúar 1951, d. 11. október 1997, og kona hans Sigríður Sveinbjörg Þórðardóttir, húsfreyja, ræstingastjóri, f. 4. júní 1954.

Börn Sigríðar og Ólafs:
1. Guðrún Lilja Ólafsdóttir húsfreyja, starfsmaður á virknisstöðinni Heimaey, f. 26. janúar 1975. Maður hennar Halldór Jón Sævarsson.
2. Elín Þóra Ólafsdóttir húsfreyja, matartæknir, matsveinn á leikskólanum Sóla, f. 18. nóvember 1980. Maður hennar Arnar Ingi Ingimarsson.

Þau Arnar Ingi giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Foldahraun 38c.

I. Maður Elínar Þóru er Arnar Ingi Ingimarsson, bifreiðastjóri, f. 15. mars 1982.
Börn þeirra:
1. Ingimar Óli Arnarsson, f. 25. september 2006.
2. Ragnar Ingi Arnarsson, f. 12. maí 2009.
3. Sigurður Þór Arnarsson, f. 17. febrúar 2016.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.